Það var hátíðleg stund í Jötunheimum í morgun þegar árlegt jólaball fór fram. Gengið var í kringum jólatréð á meðan vel valin jólalög ómuðu hvert af öðru. Stórir og smáir tóku vel undir og voru sér og sínum til sóma. Að loknum dansi og söng var boðið upp á mandarínur sem runnu ljúflega niður.
Í hádeginu var svo dýrindis jólamatur á borðum og ekki annað að sjá en að allir væru að njóta stundarinnar.
Takk fyrir dásamlega samveru öll sem eitt.