Þriðjudaginn 7. nóvember var kynning á YAP hreyfiprógrami í leikskólanum okkar og var þessi YAP kynning var sérstaklega fyrir stjórnendur og starfsfólk leikskóla á Suðurlandi.

Markmiðið var að vekja áhuga og fá sem flesta til að vinna með YAP verkefnið í leikskólum Suðurlands. Á kynningunni kynnti Sigurlín J Baldursdóttir, íþróttafræðingur í Jötunheimum sitt starf  og 2-3 ára börn fengu að sýna og spreyta sig í æfingum. Anna Karólína Vilhjalmsdóttir, frkvstj. SO á Íslandi talaði síðan um innleiðingu YAP. Að lokum kynntu Ásta Katrín Helgadóttir, íþróttakennari og Þóra Sigrún Hjaltadóttir leikskólastjóri frá heilsuleikskólanum Skógarási sýna reynslu og árangur um notkun hreyfiprógramsins YAP. Síðan voru fyrirspurnir og umræður. Góð mæting var frá mörgum leikskólum á suðurlandinu.

 

Young athlete project eða YAP – er alþjóðlegt verkefni á vegum Special Olympics samtakanna. Markmið er að stuðla að markvissri hreyfiþjálfun barna á aldrinum 2 til 7 ára. YAP er í grunninn hreyfiþjálfun en nýtist einnig sem verkfæri sem tengir saman hreyfiþjálfun, málþroska og félagsfærni. Æfingar sem unnið er með taka fyrir ákveðna þætti sem fylgt er eftir og markviss nálgun nær fram markverðum árangri. Enn fremur hefur verið sýnt fram á að snemmtæk íhlutun við hreyfivanda eykur hreyfifærni barna með slakan hreyfiþroska (Sigmundsson og Petersen 2000). 

 

Við í Jötunheimum vinnum með YAP hreyfiprógramið og þau börn sem þurfa snemmtæka íhlutum geta fengið auka hreyfitíma.