Endurskinsmerki

Nú þegar farið er að skyggja úti er rétt að minna á mikilvægi endurskinsmerkja.

Í myrkri sjást óvarðir vegfarandir, gangandi og hjólandi, illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða. Þar af leiðandi er notkun endurskinsmerkja nauðsynleg. Vegfarendur með endurskinsmerki sjást fimm sinnum fyrr en þeir sem nota ekki endurskinsmerki. Börn sjást verr en fullorðnir vegna stærðar þeirra eiga börn til með að taka hvatvísar ákvarðanir án þess að huga að þeim hættum sem eru fyrir hendi.

Allir ættu því að nota endurskinsmerki jafn börn sem og fullorðnir.

Huga þarf að staðsetningu endurskinsmerkjanna og sýnir meðfylgjandi mynd æskilega staðsetningu þeirra.

Æskilegt er að endurskinsmerki séu staðsett;

  • Fremst á ermum
  • Hangandi meðfram hliðum
  • Á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum

Börnin í leikskólanum okkar voru svo heppinn að í síðustu viku komu til okkar fulltrúar foreldrafélags Jötunheima ásamt tveimur lögreglumönnnum. Tilefni heimsóknarinnar var að afhenda börnunum endurskinsmerki til að vera sýnilega í skammdeginu.

Við þökkum foreldrafélagi leikskólans og Lögreglunni á Selfossi kærlega fyrir góðaheimsókn og nytsamlega gjöf.