Leikskólinn Jötunheimar auglýsir eftirfarandi stöður lausar til umsóknar

Sérkennslustjóri

Leikskólinn Jötunheimar auglýsir eftir sérkennslustjóra í 80% starfshlutfall frá og með 4. ágúst 2016.  Leitað er að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi sem er fær um að taka að sér umsjón með sérkennslu, stjórnunarlega ábyrgð og þátttöku í stjórnunarteymi.

Meginverkefni:

 • Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og skólastefnu Árborgar.
 • Faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólanum og veitir ráðgjöf til annarra starfsmanna leikskólans.
 • Hefur yfirumsjón með gerð verkefna og ber ábyrgð á gerð einstaklingsnámskráa fyrir börn sem njóta sérkennslu.
 • Veita foreldrum/forráðamönnum barna stuðning, fræðslu og ráðgjöf.
 • Þátttaka í stefnumörkun skólans ásamt stjórnunarteymi og öðru samstarfsfólki.

Menntun og hæfniskröfur:

 • Leikskólakennaramenntun
 • Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum og/eða reynsla af sérkennslu
 • Sýni jákvæðni, frumkvæði og samstarfsvilja.
 • Góð færni í mannlegum samskiptum.
 • Reynsla, áhugi og hæfni í starfi með börnum.
 • Góðir skipulagshæfileikar
 • Færni til að tjá sig í ræðu og riti.

 

Leikskólakennarar

Um er að ræða 100% stöður frá og með 4. ágúst 2016. Helstu verkefni og ábyrgð leikskólakennara er að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara.

Menntun og færnikröfur:

 • Leikskólakennararéttindi
 • Jákvæðni, frumkvæði og samstarfsvilji
 • Færni í mannlegum samskiptum
 • Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum
 • Góðir skipulagshæfileikar
 • Færni í að tjá sig í ræðu og riti

Frekari upplýsingar veitir Júlíana Tyrfingsdóttir, sími 480 6372 og áhugasamir geta sent umsóknir á netfangið julianat@arborg.is.

Umsóknarfrestur er til 16. maí 2016.

Störfin henta jafnt körlum sem konum og launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Ef ekki fást leikskólakennarar í stöðurnar er öðrum uppeldismenntuðum einstaklingum bent á að sækja um. Hægt er að kynna sér leikskólastarfið á heimasíðu Jötunheima:  https://jotunheimar.arborg.is/