Leiksýningar fyrir foreldra og fjölskyldur

Öll börnin í Jötunheimum hafa nú haldið leiksýningar fyrir fjölskyldur sínar. 

Þetta voru stuttar sýningar þar sem hver deild æfði söngva af ýmsu tagi, dansa og leikrit bæði frumsamin og þekktar sögur sem voru leiknar af mikilli innlifun.  Börnin stóðu sig frábærlega vel hvort sem þau voru tveggja ára eða sex og voru sjálfum sér og sínum til sóma.