Málað í snóinn

Í morgun fór eldri hópur á Fossmúla í gönguferð í skóginn okkar. Með í gönguferðina tóku þau brúsa með matarlitsvatni sem börnin notuðu til að mála í snjóinn. Hvert barn fékk sinn brúsa og allir sprautuðu í snjóinn af hjartans lyst, sumir teiknuðu myndir á meðan aðrir máluðu stafina sína.

Mjög skemmtileg gönguferð þar sem hreyfingu, útivist og listsköpun var fléttað saman.