Móttökuáætlun fyrir nýliða í leikskólum Árborgar
Hér má nálgast móttökuáætlun fyrir nýliða í leikskólum Árborgar.
Markmið móttökuáætlunarinnar er að stuðla að árangursríkri móttöku starfsfólks í leikskólum Árborgar með því að hafa regluleg samtöl og eftirfylgni fyrstu þrjá mánuðina í starfinu.
Markviss nýliðaþjálfun tryggir að nýtt starfsfólk komist hratt og vel inní starfið og að þeir viti til hvers er ætlast af þeim og hvað þarf til að ná árangri í starfinu. Með því er starfsfólki gefin kostur á að þróast í sínu hlutverki innan vinnustaðarins og fullnýta þekkingu sína og færni.
Með góðri móttöku og fræðslu í upphafi starfs er hægt að auka öryggi, ánægju og áhuga í starfi hjá nýju starfsfólki og þar með stuðla að gæðastarfi í leikskólum Árborgar, börnum til heilla.