Brunavarnir í Jötunheimum


Umræða og leiðbeiningar um neyðarnúmerið EINN, EINN, TVEIR 112, eldvarnir og öryggismál fyrir börn og foreldra þeirra.

Hér er að finna leiðbeiningar sem gefnar hafa verið út af Brunavörnum Árnessýslu um neyðarnúmerið 112, eldvarnir og öryggismál sem leikskólinn og foreldrar geta stuðst við.

Brunavarnir Árnessýslu eldvarnir fyrir heimilin_

Rýmingarpokar í Jötunheimum

Teknir hafa verið í notkun rýmingarpokar sem starfsfólk Jötunheima hafa verið að þróa. Reynt var á notagildi þeirra í rýmingaræfingunni vorið 2018 og niðurstaðan var sú að þeir koma að góðum notum. Við þökkum Brunavörnum Árnessýslu kærlega fyrir góðar ábendingar og leiðsögn.

Pokana er að finna inn á öllum deildum leikskólans, í salnum, sérkennsluherbergi og í báðum listastofunum.

Hvað er í rýmingarpokanum:

  • Álteppi
  • Flísteppi
  • Snýtibréf
  • Buff
  • Rautt og grænt spjald
  • Nafnalisti