Staða matráðs í Jötunheimum.

Leikskólinn Jötunheimar óskar eftir að ráða vegna forfalla í stöðu matráðs/matreiðslumanns í 87,5% starf í eitt ár. Við leikskólann starfa 135 nemendur og 40 starfsmenn. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem getur hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni:

  • Hefur yfirumsjón með eldhúsi og starfar samkvæmt starfslýsingu matráðs í leikskólanum

 Hæfniskröfur:

  • Reynsla og þekking á matseld
  • Hagsýni í innkaupum
  • Frumkvæði í starfi
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Jákvæðni og áhugasemi
  • Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar veitir Júlíana Tyrfingsdóttir, sími 480 6372 og áhugasamir geta sent umsóknir á netfangið julianat@arborg.is.

Umsóknarfrestur er til 2. september 2015.

Starfið hentar jafnt körlum sem konum og launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.