Sumarhátíð 2024

Sumarhátíð leikskólans var haldin hér í Jötunheimum 14. júní síðast liðinn í dásamlegu veðri.  

Ýmislegt var hægt að gera fást við og upplifa á hátíðinni, meðal annars kom slökkvibíll frá BÁ og slöngubátur, fjórhjól og björgunarsveitarbíll frá Björgunarsveitinni Björg.  

Íþróttaálfurinn og Solla stirða komu í heimsókn, það vakti mikila lukku og dönsuðu og sungu með börnunum.  

Í boði vorum snúðar, grænmeti, ávextir og djús.  

Sumarhátíðina hugsum við fyrst og fremst sem samverustund okkar með börnum, foreldrum og fjölskyldum þeirra í leikskólanum og viljum við þakka öllum þeim sem komu til okkar kærlega fyrir komuna.  

Börnin í Heiðarstekk komu gangandi yfir í Norðurhóla til að vera með á sumarhátíðinni og tókst það afar vel til.

Á sumarhátíðinni afhenti stjón foreldrafélags leikskólans okkur gjöf, við fengum mjög flotta segulkubba og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir þá góðu gjöf.