Sumarhátíð Jötunheima

16. júní síðastliðinn var haldin sumarhátíð hér í Jötunheimum.

Foreldrafélag Jötunheima bauð upp á sýningu frá BMX brós og sátu börnin heilluð og fylgdust vel með á meðan þeir sýndu listir sínar á hjólunum. Einnig fengum við heimsókn frá Björgunarsveitinni Björg sem var með tvo björgunarsveitabíla og sexhjól til sýnis. Boðið var upp á andlitsmálningu, dansað og haft gaman. Í hádeginu var boðið upp á grillaðar pylsur sem Ole grillaði.

Virkilega vel heppnuð sumarhátíð og vonandi getum við boðið foreldrum til okkar á næstu sumarhátíð:)