Í gær var þorrablót í leikskólanum og í tilefni dagsins klæddumst við einhverju svörtu.
Klukkan 10:00 hittust allar deildir í salnum og kennararnir léku fyrir börnin leikrit. Kennarar yngri barnanna léku Geiturnar þrjár og Lubbi en eldri voru með Gilitrutt. Eftir sýningarnar sungu allir saman. Þorramatur var síðan snæddur í hádeginu og voru börnin dugleg að smakka hann. Nokkrir kennarar komu með fallega gamla hluti sem við settum upp í salnum og börnin fengu að skoða. Góður og skemmtilegur dagur.