Leikskólinn Jötunheimar óskar eftir að ráða í tvær stöður deildarstjóra frá og með 5. ágúst 2015. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingum sem eru tilbúnir til að taka þátt og leiða áfram gott faglegt starf í skólanum.
Menntun og hæfniskröfur:
- Leikskólakennararéttindi áskilin.
- Sýni jákvæðni, frumkvæði og samstarfsvilja.
- Hafi áhuga og/eða reynslu til að leiða þróunarstarf.
- Góð færni í mannlegum samskiptum.
- Áhugi og hæfni í starfi með börnum.
- Góðir skipulagshæfileikar.
- Færni til að tjá sig í ræðu og riti.
Meginverkefni:
- Vinnur samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra að uppeldi og menntun leikskólabarna.
- Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfs undir stjórn leikskólastjóra.
Frekari upplýsingar veitir Júlíana Tyrfingsdóttir, sími 480 6372 og áhugasamir geta sent umsóknir á netfangið julianat@arborg.is.
Umsóknarfrestur er til 20. maí 2015.
Starfið hentar jafnt körlum sem konum og launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.