Útskriftarferð

Fimmtudaginn 27. maí fóru elstu börnin í Jötunheimum í útskriftarferð.  Lagt var af stað frá leikskólanum kl. 9.30 árdegis og

gengið sem leið liggur yfir Ölfusárbrú og í Hellisskóg.  Þar var hlaupið og leikið lengi dags, grillaðar pylsur og borðað nesti og komið aftur gangandi í Jötunheima um kl. 16.00.  Þetta var löng og ströng ganga í frábæru veðri, áð annað slagið til að drekka og borða seríos og rúsínur og þá voru leikin leikrit og sprellað.  En allir, bæði börn og fullorðnir, komu heim með roða í vöngum, þreyttir en alsælir.