Elstu börnin útskrifuð

Útskrift 6 ára barnanna fór fram í Jötunheimum 26. maí s.l. kl. 15.00.  Börnin sungu nokkur lög við gítarundileik Ingibjargar og fengu síðan afhend útskriftarskjöl frá

leikskólanum og foreldrafélagið gaf hverju barni rauða rós.  Að lokum fengu svo allir kaffi eða djús og skúffuköku sem Gunnur í eldhúsinu hafði bakað.  Þetta var mjög ánægjuleg stund með börnunum og aðstandendum þeirra og er alltaf svolítið tregablandið  þegar elsti árgangurinn er kvaddur.  Þökkum þeim ánægjulega samveru!  J