Fréttasafn

Fræðslumyndbönd talmeinafræðinga

20. febrúar, 2023

Á heimasíðu Árborgar má finna hnitmiðuð fræðslumyndbönd um helstu þætti sem tengjast máli, tali og rödd leikskólabarna. Fræðslumyndböndin eru unnin í samstarfi talmeinafræðinga Skólaþjónustu Árborgar, Skólaþjónustu Árnesþings og Skólaþjónustu Rangárvalla- …

Fræðslumyndbönd talmeinafræðinga Read More »

Lesa Meira >>

Hinsegin vika Árborgar

23. febrúar, 2024

Hinsegin vika Árborgar verður haldin hátíðleg í þriðja sinn, vikuna 26. febrúar til 1. mars og tökum við í Jötunheimum að sjálfsögðu þátt í þeirri viku. Markmið hinsegin vikunnar er …

Hinsegin vika Árborgar Read More »

Lesa Meira >>

112 dagurinn

13. febrúar, 2024

12 dagurinn er haldinn 11. febrúar ár hvert til að minna á neyðarnúmer allra landsmanna, 112. Þema 112 dagsins í ár er „öryggi á vatni og sjó“. Í tilefni af …

112 dagurinn Read More »

Lesa Meira >>

9. febrúar, 2024

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins 6. febrúar ár hvert. Sjötti febrúar er merkilegur dagur í sögu leikskólans því þann dag árið 1950 voru fyrstu sam­tök leik­skóla­kenn­ara stofnuð. …

Read More »

Lesa Meira >>
Fréttasafn

Orð eru ævintýri

20. mars, 2024

Í gær, þriðjudaginn 19. mars komu talmeinafræðingar frá Skólaþjónustu Árborgar í heimsókn til okkar og hitti börn fædd árið 2018, 2019 og 2020.

Tilgangur heimsóknarinnar var að færa þeim börnum bókina Orð eru ævintýri sem gefin er út af Menntamálastofnun og Miðju máls og læsis.

Bókin Orð eru ævintýri er litrík og skemmtileg myndaorðabók sem býður upp á mörg tækifæri til að spjalla um orð daglegs lífs og efla orðaforða á fjölbreyttan hátt. Á hverri opnu bókarinnar má einnig finna köttinn Kúra sem gaman er að finna og ræða um hvað hann sé að gera.

Nánari upplýsingar um bókina má finna á heimasíðu Árborgar, hér  og einnig má finna rafræna útgáfu af Orð eru ævintýri auk spila- og kennsluleiðbeininga hér

Þess má geta að allar deildir leikskólans fengu einnig eintak af bókinni og því geta öll börn leikskólans skoðað bókina hér í leikskólanum.

Við þökkum kærlega fyrir þessa góðu gjöf.

Hinsegin vika Árborgar

23. febrúar, 2024

Hinsegin vika Árborgar verður haldin hátíðleg í þriðja sinn, vikuna 26. febrúar til 1. mars og tökum við í Jötunheimum að sjálfsögðu þátt í þeirri viku.

Markmið hinsegin vikunnar er að minna á mikilvægi þess að fagna fjölbreytileikanum og stuðla að öryggi og sýnileika, ásamt bættri stöðu fyrir öll í samfélaginu. ásamt því er markmið vikunnar að auka fræðslu, skapa umræður og vera sýnileg.

Meðal þess sem er á dagskrá þessa viku er fræðsla frá Sólveigu Rós. Sólveig er foreldra- og uppeldisfræðingur með sérhæfingu í hinsegin málum og fjölbreytileika. Fræðslan mun fara fram á Teams þann 26. febrúar kl. 20:00 og má finna nánari upplýsingar á heimasíðu Árborgar.

Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur, verður á Bókasafninu 29. febrúar frá 17-18. Margrét gaf m.a. út bækurnar Stolt og Sterk, sem fjalla um trans stúlkur af einlægni og virðingu, en Sterk hlaut einmitt Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur árið 2021.

Við ljúkum svo vikunni með regnbogadegi þann 1. mars og hvetjum við alla til að taka þátt í þeim degi með því að klæðast litríkum fatnaði.