Heilsugæslan á Selfossi vill minna foreldra á að panta tíma í þroskaskimun 2 ½ árs og 4 ára barna.

Ágætu foreldrar/forráðamenn 2 ½ árs og 4 ára barna

Heilsugæslan á Selfossi vill minna ykkur á að panta tíma fyrir börnin ykkar í þroskaskimun.

Í þessum skoðunum er lagt mat á vöxt og þroska barnsins og jafnframt er það sjónprófað og bólusett í 4 ára skoðuninni samkvæmt tilmælum embættis landlæknis.

Æskilegt er að barnið komi eitt með foreldri/um, til að tryggja sem best næði í skoðuninni. Gera má ráð fyrir að skoðunin taki um 60 mínútur.

Munið að taka með ykkur heilsufarsskrá og bólusetningaskírteini barnsins.

Bestu kveðjur

Anna Guðríður Gunnarsdóttir

Verkefnastjóri ung- og smábarnavernd Selfossi

Skólaheimsókn

Skólaheimsókn í Vallaskóla og Sunnlækjarskóla

Undanfarnar vikur hefur elsti árgangur Jötunheima eða börn fædd 2010 farið í heimsókn í báða grunnskóla bæjarins. Föstudaginn 12. febrúar síðastliðinn var Vallaskóli heimsóttur og  þriðjudaginn 16. febrúar lá svo leiðin í Sunnlækjarskóla. Í heimsóknunum fengu krakkarnir að fara í skoðunarferð um skólana, kíkja í kennslustundir, hitta nemendur og starfsfólk og leika sér í skólavistun. Krakkarnir skemmtu sér mjög vel og margt skemmtilegt að sjá og upplifa. Meðfylgjandi myndir voru teknar í heimsóknunum.

IMG_1644IMG_164320160216_113229l20160216_11321320160212_09454820160212_09475620160216_11221920160212_09480920160216_11221120160216_10342020160212_10084820160212_094503

Öskudagur

Í dag var öskudagur og var mikil gleði í leikskólanum. Búningaklædd börn slóu köttinn úr tunnunni og tjúttað var í salnum eftir það.

IMG_0064 IMG_0066 IMG_0068 IMG_0069 IMG_0070 IMG_0085 IMG_0088 IMG_0107 IMG_0126

Opið hús í Jötunheimum í dag

Í dag er opið hús í Jötunheimum frá kl 13:00-15:30.

SkonsurÍ tilefni dagsins bökuðu matráðarnir okkar skonsur með grjónagrautnum í hádeginu sem mæltist vel fyrir í mannskapinn.

Í salnum ætlum við síðan að vera með litla sýningu þar sem við kynnum brot af því starfi sem fram fer í leikskólanum. Hér er að líta nokkrar myndir sem hafa verið teknar úr salnum í dag.

IMG_0038Flókagerð  IMG_0039 Myndvarpi  IMG_0040Hluti af hljlóðfærunum okkar IMG_0041 Nokkrar hugmyndir úr listastofunniIMG_0042 IMG_0044Ferilmöppurnar og bókaormurinn IMG_0063Sköpunin í smíðinni IMG_0045Verkfærin okkar IMG_0046 Ljósmyndir úr skólastarfinu IMG_0047Töfrar á ljósaborði IMG_0048 IMG_0049 Hreyfingin IMG_0050Sullukarið IMG_0051 IMG_0052 IMG_0053 IMG_0054Læsi og málörvun IMG_0055 IMG_0056 IMG_0057 IMG_0059 IMG_0062 Yfirlitsmyndir úr salnum.

Opið hús í Jötunheimum 5.febrúar 2016

Á laugardaginn er dagur leikskólas og af því tilefni verður opið hús í leikskólanum Jötunheimum á föstudaginn, 5. febrúar frá klukkan 13:00-15:30.

Í salnum ætlum við að vera með litla sýningu þar sem við kynnum brot af því starfi sem fram fer í leikskólanum.

Þorrablót og svartur dagur

Í gær var þorrablót í leikskólanum og í tilefni dagsins klæddumst við einhverju svörtu.

Klukkan 10:00 hittust allar deildir í salnum og kennararnir léku fyrir börnin leikrit. Kennarar yngri barnanna léku Geiturnar þrjár og Lubbi en eldri voru með Gilitrutt. Eftir sýningarnar sungu allir saman. Þorramatur var síðan snæddur í hádeginu og voru börnin dugleg að smakka hann. Nokkrir kennarar komu með fallega gamla hluti sem við settum upp í salnum og börnin fengu að skoða. Góður og skemmtilegur dagur.

IMG_0001 IMG_0005 IMG_0006 IMG_0007 IMG_0008 IMG_0014 IMG_0015 IMG_0017 IMG_0018 IMG_0022 IMG_0023 IMG_0024 IMG_0026 IMG_0027 IMG_0029 IMG_0030 IMG_0031 IMG_0033 IMG_0034 IMG_0035 IMG_0036 IMG_0037

 

Sérdeild Suðurlands (Setrið) fékk menntaverðlaun Suðurlands 2015

Fimmtudaginn 14. janúar 2016 var haldinn hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands. Þar voru m.a. veitt menntaverðlaun Suðurlands sem SASS stendur fyrir. Gunnar Þorgeirsson, formaður SASS, flutti ávarp og forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Kristínu Björk Jóhannsdóttur, deildarstjóra, verðlaunin. Kristín ávarpaði því næst samkomuna og þakkarorð hennar fengu góðar viðtökur.

Sérdeild Suðurlands (Setrið) hefur á undanförnum árum verið að efla starf sitt verulega en það  snýr m.a. að því að veita nemendum með sérþarfir, fjölbreytt nám í hvetjandi námsumhverfi sem tekur mið af þörfum þeirra og stöðu í samvinnu við heimaskóla.  Áhersla er lögð á að nemendur geti þroskað persónuleika sinn, hæfileika og sköpunargáfu, ásamt andlegri og líkamlegri getu og verið félagslega virkir þátttakendur í skólasamfélaginu.  Almenn ánægja er með starf deildarinnar og telja margir að það sé með því besta sem þekkist hér á landi og þó víðar væri leitað.

Sérdeild Suðurlands hefur fengið margar heimsóknir fagfólks á undanförnum árum sem hefur kynnt sér starf hennar. Deildin veitir jafnframt til starfsfólki skóla og foreldrum á Suðurlandi og víðar á landinu kennslufræðilega ráðgjöf  vegna nemenda með sérþarfir sem stunda nám í sínum heimaskólum. Sérdeild Suðurlands hefur á undanförnum árum verið með framúrskarandi framlag á sviði menntunar á Suðurlandi og veitt fjölmörgum nemendum með sérþarfir kennslu og mikilvæga þjónustu sem er til fyrirmyndar.

Bílastæði í Jötunheimum

Tekin hefur verið ákvörðun um að skilti sem merkja bílastæði fyrir fatlaða fyrir miðju hússins verði tekin. Þessi stæði verða skammtímastæði sem foreldrar geta notað þegar þeir koma með og sækja börn sín. Einnig verða þau notuð til vörumóttöku.

 

Sumarleyfi í Jötunheimum 2016

Samþykkt var á Fræðslunefndarfundi 10. desember 2015 að sumarleyfi í leikskólum Árborgar væru frá og með 30. júní til og með 3. ágúst 2016. Við opnum aftur fimmtudaginn 4. ágúst.

Hér er hægt að lesa fundargerðina

Breyting á vistunartíma leikskóla í Sveitarfélaginu Árborg.

Á 18. fundi bæjarstjórnar Árborgar 9. desember 2015 var fjárhagsáætlun 2016 samþykkt og þar með þær hagræðingartillögur sem voru lagðar fram á fræðslusviði.

Hluti af þeim er að breyta opnunartíma leikskóla Árborgar á þann veg að allir leikskólar Sveitarfélagsins loki kl. 16:30.

Breytingin mun taka gildi 1. febrúar 2016

Vinsamlegast hafðu samband við leikskólastjóra vegna nánari upplýsinga.