Sérdeild Suðurlands (Setrið) fékk menntaverðlaun Suðurlands 2015

Fimmtudaginn 14. janúar 2016 var haldinn hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands. Þar voru m.a. veitt menntaverðlaun Suðurlands sem SASS stendur fyrir. Gunnar Þorgeirsson, formaður SASS, flutti ávarp og forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Kristínu Björk Jóhannsdóttur, deildarstjóra, verðlaunin. Kristín ávarpaði því næst samkomuna og þakkarorð hennar fengu góðar viðtökur.

Sérdeild Suðurlands (Setrið) hefur á undanförnum árum verið að efla starf sitt verulega en það  snýr m.a. að því að veita nemendum með sérþarfir, fjölbreytt nám í hvetjandi námsumhverfi sem tekur mið af þörfum þeirra og stöðu í samvinnu við heimaskóla.  Áhersla er lögð á að nemendur geti þroskað persónuleika sinn, hæfileika og sköpunargáfu, ásamt andlegri og líkamlegri getu og verið félagslega virkir þátttakendur í skólasamfélaginu.  Almenn ánægja er með starf deildarinnar og telja margir að það sé með því besta sem þekkist hér á landi og þó víðar væri leitað.

Sérdeild Suðurlands hefur fengið margar heimsóknir fagfólks á undanförnum árum sem hefur kynnt sér starf hennar. Deildin veitir jafnframt til starfsfólki skóla og foreldrum á Suðurlandi og víðar á landinu kennslufræðilega ráðgjöf  vegna nemenda með sérþarfir sem stunda nám í sínum heimaskólum. Sérdeild Suðurlands hefur á undanförnum árum verið með framúrskarandi framlag á sviði menntunar á Suðurlandi og veitt fjölmörgum nemendum með sérþarfir kennslu og mikilvæga þjónustu sem er til fyrirmyndar.

Bílastæði í Jötunheimum

Tekin hefur verið ákvörðun um að skilti sem merkja bílastæði fyrir fatlaða fyrir miðju hússins verði tekin. Þessi stæði verða skammtímastæði sem foreldrar geta notað þegar þeir koma með og sækja börn sín. Einnig verða þau notuð til vörumóttöku.

 

Sumarleyfi í Jötunheimum 2016

Samþykkt var á Fræðslunefndarfundi 10. desember 2015 að sumarleyfi í leikskólum Árborgar væru frá og með 30. júní til og með 3. ágúst 2016. Við opnum aftur fimmtudaginn 4. ágúst.

Hér er hægt að lesa fundargerðina

Breyting á vistunartíma leikskóla í Sveitarfélaginu Árborg.

Á 18. fundi bæjarstjórnar Árborgar 9. desember 2015 var fjárhagsáætlun 2016 samþykkt og þar með þær hagræðingartillögur sem voru lagðar fram á fræðslusviði.

Hluti af þeim er að breyta opnunartíma leikskóla Árborgar á þann veg að allir leikskólar Sveitarfélagsins loki kl. 16:30.

Breytingin mun taka gildi 1. febrúar 2016

Vinsamlegast hafðu samband við leikskólastjóra vegna nánari upplýsinga.

Endurskilgreining á morgunhressingu leikskólanna í Árborg

Á 18. fundi bæjarstjórnar Árborgar 9. desember 2015 var fjárhagsáætlun 2016 samþykkt og þar með þær hagræðingartillögur sem voru lagðar fram á fræðslusviði.

Ákveðið hefur verið á fræðslusviði að endurskilgreina morgunhressingu leikskólanna á þann veg að ávaxtatími milli 7:45 og 10:00 reiknast sem hluti af henni þannig að öll börn sem mæta á þeim tíma greiða fyrir morgunhressingu.

Breytingin mun taka gildi 1. febrúar 2016

Frá þeim tíma mun því greiðsla fyrir morgunhressingu verða innheimt.

Vinsamlegast hafðu samband við leikskólastjóra vegna nánari upplýsinga.

Jólakveðja

17kid103Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Bestu þakkir fyrir ánægjulegt samstarf á liðnu ári.

Megi komandi ár verða farsælt og gjöfult í leik og starfi.

Hafið það gott um jól og áramót.

 

Jólakveðja

Starfsfólk Jötunheima

Starfsdagar Jötunheima skólaárið 2017-2018

Hér eru dagsetningar fyrir starfsdaga leikskólans skólaárið 2017-2018

17. ágúst 2017 – Lokað

13. október 2017 – Haustþing leikskólakennara á Suðurlandi. Lokað

16. nóvember 2017 – Lokað

13. febrúar 2018 – Lokað

14. mars 2018 – Skóladagur Árborgar

12. júní 2018 – Lokað

Rauður dagur í Jötunheimum 10.desember 2015

Í dag var rauður dagur í Jötunheimum. Dagurinn byrjaði á því að allir í leikskólanum fóru í „rauða“ jólasöngstund í salnum. Jólaglugginn var opnaður 10:30. Við fengum rautt hakk og spahgetti með tómatbrauði í hádegismatinn og dagurinn endaði síðan á yndislegu foreldrakaffi í salnum.

20151210_091918_resized 20151210_091928_resized 20151210_091936_resized 20151210_091959_resized 20151210_103347_resized 20151210_103444_resized 20151210_103616_resized 20151210_103701_resized 20151210_120804_resized 20151210_141547_resized 20151210_141602_resized 20151210_141611_resized 20151210_141626_resized 20151210_141632_resized

Jólaglugginn í Jötunheimum opnaður í morgun

Í morgun opnuðum við í Jötunheimum Jólagluggann okkar. Við fengum stafinn N 🙂

20151210_103347_resized 20151210_103444_resized 20151210_103616_resized 20151210_103701_resized

Sóttu jólatréið í skóginn

Fimmtudaginn 3. desember síðastliðinn sóttu elstu börn leikskólans, jólatré fyrir skólann í skógarlundinn í nágrenni Jötunheima. Þrátt fyrir mikinn snjó komust allir á leiðarenda og fundu tréið góða. Í skóginum var boðið upp á heitt kakó og piparkökur og svo var notið þess að leika sér í öllum snjónum. Meðfylgjandi myndir voru teknar í ferðinni.

IMG_0684 - Copy IMG_0667 - Copy IMG_0677 - Copy IMG_0679 - Copy IMG_0680 - Copy