10 ára afmæli Jötunheima

Laugardaginn 8. september fagnar leikskólinn Jötunheimar 10 ára afmæli sínu.

Í tilefni þess var opið hús í leikskólanum föstudaginn 7. september frá klukkan 9.00-11:00 og 13:00-15:30.

Börnin tóku virkan þátt í að undirbúa afmæli leikskólans meðal annars með því að túlka upplifun sína í máli og myndum.

Kóróna leikskólans
Foreldrafélagið gaf okkur þessa flottu kubba og þökkum við þeim kærlega fyrir.

Við þökkum kærlega fyrir þær gjafir sem okkur bárust.  Margt var um manninn og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna.

Kveðja, starfsfólk Jötunheima