Meiri snjór, meiri snjór

Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum snjómagnið sem kom sér vel fyrir á Selfossi og í nágrenni þess í desember. Við í Jötunheimum fengum vænan skammt af snjó á lóðina okkar og hefur verið ansi erfitt fyrir börnin okkar að fara út á lóðina að leika sér og þá sérstaklega þau yngstu.

Í dag komu vaskir menn á gröfum og mokuðu almennilega frá útidyrum og helstu gönguleiðum fyrir framan hús og mokuðu einnig góða gönguleið fyrir okkur á lóðinni. Þeir útbjuggu risastóra hóla sem munu án efa vekja mikla lukku. Við sjáum einnig fyrir okkur að geta núna loksins, eftir langa bið, farið út með yngstu börnin og leikið okkur í snjónum.

Á með fylgjandi mynd má sjá yngstu börnin okkar fylgjast með mokstrinum, það var vægast sagt áhugavert og spennandi.