Nýtt U- tákn í Lubbi finnur málbein

Síðan árið 2014 hefur Lubbi finnur málbein verið eitt af okkar helsta námsefni í málörvun ungra barna. Mikil þróun hefur átt sér stað í þeirri vinnu innan Jötunheima og eru þarfir og áhugi barnanna ávallt í forgrunni í þeirri vinnu.  

U-hljóðið í bókinni Lubbi finnur málbein hefur lengi verið umdeilt en nú er búið að gefa út nýtt U- tákn fyrir Lubba sem og nýtt lag.  

Meðfylgjandi er mynd af nýju Lubbatákni sem og nýja sönglagið fyrir U hljóðið.   

Við fögnum þessu nýja U-i hér í Jötunheimum og höfum nú þegar tekið það í notkun.  

 

Undrandi og undarleg (lag: fljúga hvítu fiðrildin)

Undrandi og undarleg
Unnur varð í framan
Þvílíkt undur! Undrast ég,
undurmikið gaman.