Vegleg gjöf
Kiwanisklúbburinn Búrfell á Selfossi færði Jötunheimum veglega gjöf þann 12. nóvember síðastliðinn. Um var að ræða trésmíðaverkfæri, notuð og ný að verðmæti ca. 30 þúsund krónur. Verkfærin fara í verkfærakistu leikskólans og verða notuðu við sköpun og vinnu nemenda í smiðju Jötunheima. Það voru þeir Hjörtur Þórarinsson og Hákon Halldórsson félagar í Búrfelli sem afhentu Soffíu Guðrún Kjartansdóttur, umsjónarmanni smiðjunnar og nokkrum börnum af Sólbakka gjöfina formlega.