Lubbi finnur málbein fyrirlestur var í morgun, 17. nóvember kl.8:10 í salnum í Jötunheimum.
Þórdís Guðrún Magnúsdóttir og Katrín Þorvaldsdóttir leikskólakennarar í Jötunheimum kynntu hvernig unnið er með Lubbanámsefnið í Jötunheimum.
Í Jötunheimum er unnið með kennsluefni sem byggt er á bókinni Lubbi finnur málbein, íslensku málhljóðin sýnd og sungin. Nú í haust fengu Jötunheimar hvatningarverðlaun Lubba þar sem skólinn hefur verið að vinna fyrirmyndarstarf að mati höfunda.
Góð mæting var á fyrirlesturinn og viljum við þakka kærlega fyrir okkur.