Mánudaginn 15. mars voru haldnir tónleikar í Selfosskirkju. Þar mynduðu kór elstu börnin í leikskólunum Jötunheimum og Álfheimum
og sungu við undirleik nemenda í Tónlistarskóla Árnessýslu. Þetta var samstarfsverkefni leikskólanna og Tónlistarskólans þar sem leikskólabörnin fluttu nokkur frumsamin lög sem Örlygur Benediktsson var fenginn til að semja vegna verkefnisins. Er skemmst frá því að segja að börnin sungu og spiluðu af hjartans lyst undir stjórn Margrétar Stefánsdóttur söngkennara fyrir troðfullu húsi af fólki. Að söng loknum voru tónskáldinu afhentar nokkrar myndir sem börnin höfðu teiknað um efni textanna. Þetta var einstaklega ánægjuleg stund, allir stóðu sig óaðfinnanlega og tónleikagestir fengu kaffi og meðlæti á eftir.