Í dag 16. nóvember, á degi íslenskrar tungu, á hann Lubbi okkar afmæli. Afmælið var haldið hátíðlegt í leikskólanum með sameiginlegri söngstund í salnum okkar þar sem sunginn var afmælissöngurinn fyrir Lubba og nokkur vel valin sönglög. Í tilefni dagsins voru allir hvattir til að klæðast lopapeysum því hann Lubbi er alltaf í lopapeysunni sinni.
Lubbi varð fyrir mörgum árum partur af okkar leikskólasamfélagi og hefur námsefnið og starfið í kringum Lubbastundirnar tekið gífurlega farsælum breytingum í gegnum árin, með það að leiðarljósi að börnin njóti sem best af. Að þau tileinki sér málhljóðin og auki við og þrói málþroskann sinn á sem bestan hátt.
Lesa má um námsefnið Lubbi finnur málbein hér; https://jotunheimar.arborg.is/leikskolinn/lubbi-finnur-malbein/og einnig á Lubbi.is https://lubbi.is/