Elsti árgangur í söngferð
Í tilefni af hátíðinni Vor í Árborg fór elsti árgangurinn í Jötunheimum í söngferð um Árborg ásamt nemendum úr fleiri leikskólum. Fyrsti áfangastaður var Sólvellir á Eyrarbakka þar sem sungið var fyrir vistmenn og starfsfólk, síðan lá leiðin á Kumbaravog á Stokkseyri og að lokum var endað á Ráðhúsinu þar sem sungið var á tröppunum. Meðfylgjandi myndir voru teknar í ferðinni.