Endurskinsmerki frá foreldrafélagi Jötunheima

Í dag fengum við góða heimsókn til okkar í Jötunheima.

Í samstarfi við foreldrafélagið komu tveir lögreglumenn til okkar og voru með stutta fræðslu um nauðsyn þess að vera sýnilegur í umferðinni í myrkrinu. Góðar umræður urðu um mikilvægi þess að staðsetja endurskinsmerki á sýnilegum stað á útifötunum okkar. Í kjölfarið gaf foreldrafélag Jötunheima öllum börnunum endurskinsmerki að gjöf sen lögreglan afhenti þeim.

Við þökkum lögreglumönnunum Ívari Bjarka og Magnúsi sem og fulltrúum foreldrafélags Jötunheima þeim Önnu Stefaníu og Sólveigu kærlega fyrir fræðsluna og þessa góðu og nytsamlegu gjöf.