Ráðning aðstoðarleikskólastjóra í Jötunheimum

Í desember voru stöður aðstoðarleikskólastjóra Jötunheima auglýstar.
Ráðnar hafa verið Ingunn Helgadóttir, sem sinnt hefur stöðu aðstoðarleikskólastjóra síðastliðin tvö ár og Guðrún Hrafnhildur Klemenzdóttir, deildarstjóri á Sólbakka.
Þær munu báðar hefja störf um áramótin en Guðrún Hrafnhildur mun jafnframt vera áfram deildarstjóri á Sólbakka fram á vorið. 
Við óskum þeim innilega til hamingju með störfin.