Gleði- og tannverndarvika

Vikuna 20. – 24. mars var haldin gleðivika í Jötunheimum. Slík vika er haldin tvisvar sinnum á skólaárinu, í október og mars. Í gleðivikunni leggjum við niður skipulagt starf og gefum frjálsa og sjálfsprottna leiknum góðan tíma. Þessa viku er einnig ýmislegt skemmilegt gert, meðal annars var flæði um allan leikskólann þar sem börnin gátu farið um allan leikskólann og leikið sér þar sem þeim hentaði og var ganginum okkar breytt í þrautabraut. Bangsa og náttfatadagur ásamt söngstund í sal var einn daginn og rugldagur á miðvikudeginum svo eitthvað sé nefnt.

 

Tannverndarvikan sem haldin hefur verið í febrúar síðustu ár lenti á sömu viku í ár þar sem hún var haldinn í tengslum við alþjóðlega tannverndardaginn sem er 20. mars. Þessa viku var því einnig ýmis konar fræðsla um tannheilsu og tannheilbrigði og fengum við í lok vikunnar tannlækni til að vera með smá fræðslu og heppnaðist hún mjög vel.

Gaman er að segja frá því að foreldrafélag Jötunheima gaf öllum börnum leikskólans tannbursta í tilefni af tannverndarvikunni og þökkum við þeim kærlega fyrir þá góðu og nytsamlegu gjöf.