Gjafir frá foreldrafélagi

Í síðustu viku  kom foreldrafélag Jötunheima færandi hendi með gjafir handa leikskólanum. Foreldrafélagið gaf okkur segulkubba, kúlubraut og segulbíla sem er góð viðbót við segulkubbana sem við eigum nú þegar.

Við þökkum foreldrafélagi Jötunheima kærlega fyrir góðar gjafir sem munu nýtast okkur í leik og starfi hér í Jötunheimum

 

Á myndinni má sjá Ástu Erlu, sem er í stjórn foreldrafélagsins, og Guðrúnu Hrafnhildi, aðstoðarleikskólastjóra Jötunheima.