Gönguhópurinn Gustur – Fimmvörðuháls 15.júní 2019

Leikskólinn Jötunheimar er eins og margir vita Heilsueflandi leikskóli.  Starfsfólkið verður sífellt meðvitaðra um mikilvægi þess að rækta líkama og sál og einn liður í því er stofnun gönguhóps.  Hópurinn heitir Gustur og hefur verið duglegur að fara í göngur bæði innan sveitarfélagsins sem utan.

Hér eru dæmi um nokkrar göngur: Heilsustígurinn í Hveragerði, Laugardælahringurinn, Reykjadalurinn, Kögunarhóll, Silfurbergið, Gömlu kambarnir.

Þann 15.júní s.l. fór gönguhópurinn Gustur í  göngu yfir Fimmvörðuháls.  Leiðin liggur á milli tveggja jökla, Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls og tengir Skóga við Þórsmörk.  Hópurinn fékk hið fullkomna gönguveður, skýjað, milt og gott útsýni.  Einnig var gengið upp á Magna og Móða sem mynduðust í eldgosinu vorið 2010.  Ferðin gekk vel og nutu ferðalangarnir dagsins í magnaðri náttúru.