Heilsugæslan á Selfossi vill minna foreldra á að panta tíma í þroskaskimun 2 ½ árs og 4 ára barna.

Ágætu foreldrar/forráðamenn 2 ½ árs og 4 ára barna

Heilsugæslan á Selfossi vill minna ykkur á að panta tíma fyrir börnin ykkar í þroskaskimun.

Í þessum skoðunum er lagt mat á vöxt og þroska barnsins og jafnframt er það sjónprófað og bólusett í 4 ára skoðuninni samkvæmt tilmælum embættis landlæknis.

Æskilegt er að barnið komi eitt með foreldri/um, til að tryggja sem best næði í skoðuninni. Gera má ráð fyrir að skoðunin taki um 60 mínútur.

Munið að taka með ykkur heilsufarsskrá og bólusetningaskírteini barnsins.

Bestu kveðjur

Anna Guðríður Gunnarsdóttir

Verkefnastjóri ung- og smábarnavernd Selfossi