Hinseginvika Árborgar

Vikuna 17. – 21. janúar 2022 er Hinseginvika í Árborg og ætlum við í Jötunheimum að taka þátt í þeirri viku og sér hver deild um að útfæra það.

Mánudaginn 17. janúar kl. 20:30 verður TEAMS fyrirlestur fyrir íbúa Sveitarfélagsins Árborg. Tengil á fyrirlesturinn má finna á Facebook undir ,,Fræðsla frá Samtökunum ’78“ eða í þessari grein: https://www.arborg.is/frettasafn/hinseginvika-arborgar-haldin-i-fyrsta-sinn.

Miðvikudaginn 19. janúar er regnbogadagur hér í Jötunheimum og hvetjum við alla til að klæðast litríkum fötum þennan dag.

Í morgun kom Forvarnarteymi Árborgar í heimsókn til okkar og færði okkur bókina Vertu þú! og fána og er myndin sem tengd er fréttinni frá þeirri afhendingu.