Tannverndarvika í Jötunheimum

Þessa viku hefur farið fram tannverndarvika hér Jötunheimum.

Vakin hefur verið athygli á tannheilsu með ýmis konar fræðslu, fjölbreyttum verkefnum, umræðum og lest á deildunum. Á nokkrum deildum voru settar upp glaðar og leiðar tennur og gátu börnin tengt hollann og óhollan mat á tennurnar. Börnin hafa tannburstað plastdýr, klaka með sandi og teiknað tennurnar sínar svo eitthvað megi nefna.

Ásamt því hafa yngri deildirnar horft á Karíus og Baktus og á eldri deildum var horft á Benedikt búálf.

Í lok vikunnar fengum við tannlækni í heimsókn sem var með fræðslu fyrir börnin um mikilvægi tannburstunar og komu upp ýmsar skemmtilegar vangaveltur í samræðum við tannlækninn.

Við kennarar í Jötunheimum höfum verið mjög meðvituð um orðræðuna í sambandi við tannheilsu og leggjum áherslu á að við burstum tennurnar til að halda þeim hreinum í staðin fyrir þá gamaldags orðræðu að; “þú verður að bursta tennurnar svo þú fáir ekki holu”.

Það er gaman að segja frá því að Foreldrafélag Jötunheima kom færandi hendi til okkar í vikunni og gaf öllum börnum leikskólans tannbursta að gjöf sem mun án efa nýtast vel J Við þökkum þeim kærlega fyrir þessa frábæru gjöf.