Einkennismerki Jötunheima

Á þessu skólaári hefur leikskólinn Jötunheimar hefur staðið í hönnunar- og hugmyndavinnu á einkennismerki leikskólans.

Vikuna 14. – 18. febrúar var kosningavika hér í leikskólanum þar sem kosið var um einkennismerki Jötunheima. Rafræn spurningakönnun var senda á foreldra og kennara leikskólans og kusu börnin inni á sínum deildum.

Alls kusu 240 einstaklingar í kosningunni og hlaut hugmyndin sem vann 76% fylgi. Við hönnun merkisins var haft í huga að það endurspeglaði leikskólastarfið okkar sem fer fram meðal kennara og barna. Mikilvægt fannst okkur að Heilsueflandi Leikskóli væri sýnilegt og hann Lubbi okkar.
Hönnuður einkennismerkis Jötunheima er Árný Ilse Árnadóttir.

Við í Jötunheimum erum himinsæl með að vera komin með einkennismerki fyrir flotta leikskólann okkar 🙂

Meðfylgjandi myndir voru teknar við afhjúpun einkennismerkisins á öskudaginn 2. mars 2022 og af börnum í kosningavikunni þegar þau voru að nýta sitt atkvæði.