Jóla – Jóhanna

Mánudaginn 20. desember fékk leikskólinn góða gesti.  Það voru þau Jóla – Jóhanna og Þráinn gítarleikari.  Þetta var í boði foreldrafélagsins og var einstaklega ánægjuleg stund.  Það var sungið og sprellað í tæpan klukkutíma.  Lögin sem þau sungu voru gömul jólalög eftir Ómar Ragnarsson eins og Jólin koma, Hafið þið séð hann Stekkjastaur og fleiri þekkt lög.  Var skemmst frá því að segja að börnin tóku virkan þátt í sýningunni og sungu hástöfum með.  Sögðu þau Þráinn og Jóla – Jóhanna að þau hefðu hvað eftir annað þurft að breyta skipulögðu handriti og spila af fingrum fram með börnunum.  Hafa þau sjaldan haft svona lifandi, virkan og skemmtilegan hóp.