Jólaball!

Þriðjudaginn 21. desember héldum við jólaball í Jötunheimum.  Yngri börnin voru kl. 9.30 og eldri börnin kl. 10.30.  „Húsbandið“ stjórnaði söng og dansi af alkunnri snilld.  Hingað komu líka rauðklæddir náungar sem höfðu uppi dans og fjör.  Það voru þeir Kertasníkir, Gluggagægir og Bjúgnakrækir og  gáfu þeir öllum börnunum mandarínu.  Þökkum við þeim kærlega fyrir komuna.  Þetta voru mjög góð jólaböll og þökkum við öllum sem komu og gerðu daginn skemmtilegan og eftirminnilegan!!  :0)