Bangsadagur

Í gær 27 október var bangsadagur í Jötunheimum.  Þá komu allir með bangsana sína með sér…

að heiman  og sýndu þá og knúsuðu allan daginn.  Þar kenndi margra grasa, allt frá Hello Kitty, hundum, köttum og kusum til 80 ára gamals bangsa en sá gamli var nú meira til sýnis en leikja.  Það var söngstund í salnum og allir bangsar fengu að fara með þangað.  Mjög mjúkur og skemmtilegur dagur.