Vorskóli í Sunnulækjarskóla

Börn fædd 2008 sem hafa verið innrituð í Sunnulækjarskóla komandi haust fara í vorskóla í Sunnulækjarskóla 31. mars og 1. apríl næstkomandi. Báða dagana eru þau frá 13:20 til 15:20.

Börnin fá nesti með sér frá leikskólanum. Leikskólakennarar fylgja þeim í skólann og eru með þeim allan tímann.

 

Möguleikhúsið kom og skemmti börnunum

 

Þriðjudaginn 25. mars bauð Foreldrafélag Jötunheima börnunum upp á leiksýninguna Ástarsaga úr fjöllunum.

Leikritið byggir á hinni sívinsælu sögu Guðrúnar Helgadóttur Ástarsaga úr fjöllunum sem fjallar um tröllskessuna Flumbru og tröllastrákana hennar átta. Leikgerð og söngtextar eru eftir Pétur Eggerz, sem einnig annast leikstjórn, en höfundur tónlistar er Guðni Franzson. Það eru leik- og söngkonan Margrét Pétursdóttir og leikarinn og tónlistarmaðurinn Valgeir Skagfjörð sem leika sýninguna. Leikmynd og búningar eru eftir Messíönu Tómasdóttur. 

Leiksýning

 

Foreldrafélagið býður börnunum upp á leiksýninguna Ástarsaga úr fjöllunum í uppfærlsu Möguleikhúsins, þriðjudaginn 25. mars klukkan 10:30.

Málað í snóinn

Í morgun fór eldri hópur á Fossmúla í gönguferð í skóginn okkar. Með í gönguferðina tóku þau brúsa með matarlitsvatni sem börnin notuðu til að mála í snjóinn. Hvert barn fékk sinn brúsa og allir sprautuðu í snjóinn af hjartans lyst, sumir teiknuðu myndir á meðan aðrir máluðu stafina sína.

Mjög skemmtileg gönguferð þar sem hreyfingu, útivist og listsköpun var fléttað saman.

 

 

 

 

Ömmu og afa kaffi 19. mars 2013

Á miðvikudaginn vorum við með ömmu og afa kaffi þar sem börnin buðu ömmum sínum og öfum í heimsókn og sýndu þeim leikskólann sinn og það sem þau hafa verið að gera.

Það var gaman að sjá hversu magir gátu mætt og viljum við þakka þeim öllum fyrir komuna.

Ömmu og afa kaffi

 19. mars er ömmu og afa kaffi hjá okkur hér á Jötunheimum og bjóðum við þá ömmum og öfum í heimsókn til okkar milli klukkan 9:00 og 11:00.

Blár dagur

 11. mars er blár dagur hjá okkur á Jötunheimum.

Þá mæta börn og starfsfólk í eða með eitthvað blátt.

Eyþór Ingi í heimsókn

Þann 7. nóvember síðastliðinn kom Eyþór Ingi í heimsókn til okkar og spilaði og söng fyrir okkur. (meira…)

Haustþing

Föstudaginn 4. október verða Jötunheimar lokaðir vegna Haustþings leikskólakennara.

Útskrift

15. maí útskrifum við 2007 árganginn formlega frá leikskólanum. Athöfnin verður kl. 15:30 og eru fjölskyldur barnanna boðnar velkomnar.

Útskriftarferðin er svo áætluð viku seinna, þann 22. maí ef veður leyfir.