Jólaglugginn í Jötunheimum 2016

Í morgun opnuðum við í Jötunheimum Jólagluggann okkar. Við fengum stafinn D 🙂

img_1540 img_1543 img_1545 img_1551

Heimsókn í Jötunheima

Í dag fengum við heimsókn frá Martin Haferkamp sem er þýskur leikskólakennari og er í náms- og kynnisferð hér á Íslandi. Börnin sýndu honum hvernig starfið okkar gengur fyrir sig og var hann ofsalega ánægður.

 

Dagur íslenskrar tungu og afmæli Lubba

Degi íslenskrar tungu 2016 var fagnað í leikskólanum á ýmsan hátt en það sem stóð uppúr að mati barnanna var afmæli Lubba. Lubbi okkar varð 5 ára og í tilefni dagsins komu allir saman í lopapeysum inn í sal og sungu nokkur vel valin lög. Hér eru nokkrar myndir frá viðburðinum.

img_0147 img_0148 img_0149 img_0150 img_0151 img_0152 img_0153 img_0154 img_0155

Í dag fengu elstu börnin góða heimsókn frá Brunavörnum Árnessýslu. Þeir sýndu okkur búnaðinn sem slökkvuliðsmenn þurfa að bera og síðan fengum við fræðslu um brunamál. Eftir heimsóknina fengum við viðurkenningarskjöl og hófumst við strax handa við að leysa þrautirnar. Hér er að líta nokkrar myndir frá heimsókninni.

img_1401 img_1404 img_1406 img_1410 img_1416 img_1421 img_1422

Kæru börn og foreldrar

Leikskólinn verður lokaður fimmtudaginn 17. nóvember  2016 vegna starfsdags.

Dagskrá:

  • Fyrirlestur og fræðsla um flogaveiki – Anna Margrét Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
  • Námskeið í Lubba – Eyrún Ísfold, talmeinafræðingur.
  • Trúnaðarmenn FL og FOSS með kynningar fyrir sína félagsmenn.
  • Þróunarverkefnið Námsmat á mörkum skólastiga – Rúnar Sigþórsson, prófessor í HA og Anna Elísa Hreiðarsdóttir, lektor í HA.
  • Kveðja leikskólastjóri

Leikskólinn lokar 13:30 á mánudaginn 24.október 2016

Kæru foreldrar og fjölskyldur

Jötunheimar verða lokaðir á mánudaginn 24. október 2016 frá kl. 13:30 vegna samstöðufundar á Austurvelli í Reykjavík kl. 15:00. Hér fyrir neðan eru meiri upplýsingar.

 

KVENNAFRÍ 2016 – KJARAJAFNRÉTTI STRAX!

Mánudaginn næstkomandi, þann 24. október 2016, eru konur hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:38, mæta á samstöðufundi og/eða taka þátt á táknræna hátt í samstöðu um kröfuna um „kjarajafnrétti strax“. Útifundir verða haldnir á Austurvelli í Reykjavík og Ráðhústorgi á Akureyri.

Á vef viðburðarins, www.kvennafri.is, segir meðal annars: „Meðalatvinnutekjur kvenna eru 70,3% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 29,7% lægri tekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:38.

Þann 24. október árið 1975 lögðu konur um allt land niður vinnu til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir þjóðfélagið. Árið 1985 héldum við upp á kvennafrídaginn í annað sinn og aftur lögðu 25.000 konur niður vinnu. Árið 2005 héldum við upp á kvennafrídaginn í þriðja sinn og konur gengu í tugþúsunda tali út af vinnustað á þeirri mínútu þegar þær hættu að fá borgað fyrir störf sín miðað við karla. Þá gengu konur út klukkan 14:08. Árið 2010 gengu konur út klukkan 14:25.

Nú göngum við út klukkan 14:38. Við höfum grætt hálftíma á ellefu árum. Tæplega þrjár mínútur á hverju ári. Með þessu áframhaldi þurfum við að bíða í 52 ár eftir að hafa sömu laun og sömu kjör og karlar, til ársins 2068! Það er óásættanlegt!“.

Kennarasamband Íslands hvetur sveitarfélög til að sýna konum stuðning í baráttunni fyrir jöfnum kjörum og gera starfskonum sveitarfélaganna kleift að taka þátt í viðburðum dagsins. Það mætti til dæmis gera með því að hvetja karla, feður, afa, bræður og frændur, til að sækja börn í skóla og frístund kl. 14 þennan dag.

Að fundinum standa samtök launafólks og samtök kvenna: Alþýðusamband Íslands, BSRB, Bandalag háskólamanna, Kennarasamband Íslands og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, Aflið, Bandalag kvenna í Reykjavík, Bríet – félag ungra feminista, Delta Kappa Gamma, Druslubækur og doðrantar, Druslugangan, Dziewuchy Dziewuchom Islandia – Konur konum Ísland, Í kjölfar Bríetar, Jafnréttisfélag Háskólans í Reykjavík, Femínistafélag Háskóla Íslands, Femínistafélag Íslands, Félag kvenna í atvinnulífinu, Kítón – Konur í tónlist, Knúz.is, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennahreyfing Samfylkingarinnar, Kvennahreyfing Viðreisnar, Kvennahreyfing ÖBÍ, Kvennaráðgjöfin, Kvenréttindafélag Íslands, Landssamband Framsóknarkvenna, Landssamband Sjálfstæðiskvenna, Rótin, Samtök kvenna af erlendum uppruna, Samtök um kvennaathvarf, Samtökin ’78, Soroptimistasamband Íslands, Sólstafir, Stígamót, Tabú, UNWomen, WIFT – Konur í kvikmyndum og sjónvarpi og Zontasamband Íslands.

 

Kærar kveðjur

Starfsfólk Jötunheimar

Kynningarfundir fyrir foreldra 2016

Kynningarfundir fyrir foreldra eru eftirfarandi:

20. september 2016, kl. 8:10 Sólbakki

21. september 2016, kl. 8:10 Fossmúli

22. september 2016, kl. 8:10 Sunnuhvoll

23. september 2016, kl. 8:10 Fagurgerði

27. september 2016, kl. 8:10 Merkiland

29. september 2016, kl. 8:10 Aðalból

Læsissáttmáli – Kynning fyrir foreldra.

Kynning fyrir foreldra í Árborg.

Fimmtudaginn 1.september kl 18:00 í Vallaskóla.

Vilt þú vita hvað þú getur gert til þess að stuðla að bættu læsi barnsins þíns?

Vonumst til að sjá sem flesta.

Kynning á læsissáttmála fyrir foreldra

Björgunarsveitahundurinn Breki kom í heimsókn

Í morgun kom björgunarsveitahundurinn Breki og þjálfarinn hans hún Hafdís í heimsókn til okkar í Jötunheima. Hafdís sagði okkur frá Breka en hann er þjálfaður sem leitarhundur og er á útkallslista björgunarsveitanna. Nokkrir krakkar fengu að fela sig og láta Breka leita af þeim sem vakti mikla lukku meðal áhorfenda. Hann sýndi einnig ýmsar listir. Í lokin fengum við síðan öll að kasta boltanum hans og láta hann sækja. Takk kærlega fyrir komuna og við vonum að við munum fá ykkur aftur í heimsókn í Jötunheima. Við látum nokkrar myndir fylgja með fréttinni. Björgunarsveitahundur 038 Björgunarsveitahundur 045 Björgunarsveitahundur 046

Jóhann Hlynur og Eva Sól fengu að fela sig

Jóhann Hlynur og Eva Sól fengu að fela sig

Einar Ben og Erla Björt fengu að fela sig

Einar Ben og Erla Björt fengu að fela sig

Breki að sýna listir sínar

Breki að sýna listir sínar

Björgunarsveitahundur 076

Þetta er Breki

Þetta er Breki

Björgunarsveitahundur 094

Starfsdagur 8:00-12:00 18.ágúst n.k.

Leikskólinn verður lokaður fimmtudaginn 18. ágúst vegna starfsdags kennara til klukkan 12:00. Þá opnum við og bjóðum upp á léttan hádegisverð.