Sólmyrkvi 20.mars kl. 9:37

Föstudagsmorgunin 20. mars verður sólmyrkvi á Íslandi. Í Árborg myrkvast u.þ.b. 98% sólarinnar og nær myrkvinn hámarki kl. 9:37 að morgni.

Við hér í leikskólanum fengum þrjú sólmyrkvagleraugu að gjöf frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness, Stjörnufræðivefnum og Hótel Rangá og kunnum við þeim okkar bestu þakkir.

Við hér erum meðvituð um að passa að börnin horfi ekki í sólina á meðan á myrkvanum stendur sem og aðra sólardaga.

Það þarf þó að koma fram að sólin er ekki sterkari þennan dag en aðra sólríka daga, það er bara auðveldara að horfa í hana og geislarnir eru jafn sterkir og venjulega.