Starfsdagar Jötunheima skólaárið 2018-2019

Hér eru dagsetningar fyrir starfsdaga leikskólans skólaárið 2018-2019

13. ágúst 2018  – Lokað

5. október 2018  – Lokað vegna Haustþings kennara

5. nóvember 2018  – Lokað

4. febrúar 2019 – Lokað

15. apríl 2019 – Símenntunardagur leikskóla Árborgar

31. maí 2019 – Lokað

10 ára afmæli Jötunheima

Laugardaginn 8. september fagnar leikskólinn Jötunheimar 10 ára afmæli sínu.

Í tilefni þess var opið hús í leikskólanum föstudaginn 7. september frá klukkan 9.00-11:00 og 13:00-15:30.

Börnin tóku virkan þátt í að undirbúa afmæli leikskólans meðal annars með því að túlka upplifun sína í máli og myndum.

Kóróna leikskólans

Foreldrafélagið gaf okkur þessa flottu kubba og þökkum við þeim kærlega fyrir.

Við þökkum kærlega fyrir þær gjafir sem okkur bárust.  Margt var um manninn og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna.

Kveðja, starfsfólk Jötunheima

Leikskólinn Jötunheimar auglýsir lausa stöðu matráðs/matreiðslumanns.

Leikskólinn Jötunheimar auglýsir lausa stöðu matráðs/matreiðslumanns í 100% starf. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem getur hafið störf sem fyrst.

 Helstu verkefni:

 • Hefur yfirumsjón með eldhúsi og starfar samkvæmt starfslýsingu matráðs í leikskólanum
 • Sér um innkaup og gerð matseðla
 • Fer eftir fjárhagsáætlun hvað varðar matarinnkaup
 • Hefur næringu og hollustu í huga í allri matseld
 • Sækir endur- og símenntun til að fylgjast með nýjungum í starfi
 • Hefur yfirumsjón með þvottahúsi
 • Annast önnur þau verkefni sem yfirmaður felur honum

 Menntun og hæfniskröfur:

 • Menntun, reynsla og/eða þekking á matseld
 • Færni í mannlegum samskiptum
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Frumkvæði og metnaður í starfi
 • Hagsýni í innkaupum
 • Góð íslenskukunnátta
 • Færni til að tjá sig í ræðu og riti
 • Jákvæðni og áhugasemi

Umsóknarfrestur er til 12. september 2018

Starfið hentar jafnt körlum sem konum og launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Frekari upplýsingar veitir Júlíana Tyrfingsdóttir, sími 480 6372 og áhugasamir geta sent umsóknir á netfangið julianat@arborg.is.

Verklag vegna afsláttar á leikskólagjöldum

Verklag vegna afsláttar á leikskólagjöldum

Afsláttur til einstæðra foreldra

 Afsláttur er veittur að fenginni umsókn. Umsókn skal endurnýjuð árlega, fyrir 15. ágúst og afhent leikskólastjóra í viðkomandi leikskóla. 

Umsóknareyðublöð eru hjá leikskólastjóra eða deildarstjóra.

 • Foreldri sem greiðir námsgjald sem einstætt foreldri þarf að vera skráður einstæður í þjóðskrá.
 • Sveitarfélagið Árborg getur óskað eftir frekari staðfestingu á því að foreldrar séu einstæðir, s.s. að þeir undirriti staðfestingu þess efnis.
 • Ef foreldrar skilja/slíta sambúð þarf að skila leikskólastjóra staðfestingu frá sýslumanni þess efnis.
 • Afsláttur reiknast frá 1. degi næsta mánaðar eftir að staðfesting hefur borist leikskólastjóra. Afsláttur sem veittur er á grundvelli rangra eða villandi upplýsinga er endurkræfur samkvæmt almennum reglum kröfuréttar og verða hlutaðeigandi krafðir um mismuninn.
 • Afsláttur er ekki veittur afturvirkt.

( Reglur um leikskóla í Árborg 1. janúar 2017)

Sumarleyfi í Jötunheimum 2018

Sumarleyfi í Jötunheimum 2018

Við erum í sumarfríi frá frá og með 5. júlí til og með 8. ágúst 2018. Við opnum aftur fimmtudaginn 9. ágúst 2018.

 

Útskrift 2018

Þann 29. maí 2018 útskrifaðist 31 nemandi frá leikskólanum Jötunheimum.

Pétur og úlfurinn

Í dag, miðvikudaginn 9. maí 2018, fengum við Bernd Ogrodnik í heimsókn með leikritið Pétur og úlfurinn. Mæltist leiksýningin vel fyrir hjá börnunum. Sýningin var í boði foreldrafélagsins, við þökkum þeim kærlega fyrir þessa skemmtilegu uppákomu.

Heimsókn í Jötunheima

Í vikunni 23.-27. apríl voru Metka Krajnc og Barbara Hernavs frá Celje í Slóveníu í heimsókn hjá okkur. Þær eru leikskólakennarar og voru í náms- og kynnisferð hér á Íslandi á vegum Erasmus+. Börn og starfsfólk sýndu þeim hvernig starfið okkar gengur fyrir sig og voru þær ánægðar með heimsóknina.

Leikskólinn Jötunheimar auglýsir eftirfarandi stöður lausar til umsóknar

Leikskólakennarar

Jötunheimar auglýsir eftir leikskólakennurum í 100% starfshlutfall frá og með 9. ágúst 2018.

Menntun og hæfniskröfur:

 • Leikskólakennararéttindi
 • Góð íslensku kunnátta
 • Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum
 • Jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji
 • Góð færni í mannlegum samskiptum
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Færni til að tjá sig í ræðu og riti

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og skólastefnu Árborgar.
 • Vinnur að uppeldi og menntun barnanna. Fylgist vel með velferð þeirra og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.
 • Tekur þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.
 • Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra.
 • Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna.
 • Situr foreldrafundi, sem haldnir eru á vegum leikskólans.
 • Tekur þátt í samstarfi við ýmsar stofnanir og sérfræðinga sem tengjast leikskólanum í samráði við deildarstjóra.
 • Situr starfsmannafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varðar starfsemi leikskólans.
 • Sinnir þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum.

Störfin henta jafnt körlum sem konum og launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til 15. maí 2018.

Frekari upplýsingar veitir:

Júlíana Tyrfingsdóttir leikskólastjóri Jötunheima, sími 480-6372, netfang: julianat@arborg.is

Rýmingaræfing

Í morgun var rýmingaræfing í Jötunheimum. Hún gekk þannig fyrir sig að brunakerfið var ræst klukkan 10:30 og húsið rýmt í kjölfarið. Hringt var í 112 og óskað var eftir dælubíl frá Brunavörnum Árnessýslu til þess að æfingin yrði eins raunveruleg og hægt var.  Allt gekk vel og fumlaust fyrir sig og tilvalið fyrir ykkur kæru foreldrar að ræða upplifun barnanna þegar heim er komið. Nú vinnum við í að endurmeta rýmingaráætlun skólans og þegar þeirri vinnu er lokið verður hún sett á heimasíðu leikskólans.

Kveðja leikskólastjóri

Gleðilega páska

Við óskum ykkur öllum gleðilegra páska 🙂