Gjaldskrárbreytingar um áramót

Á fundi bæjarstjórnar, 10. desember 2014, var samþykkt að breyta gjaldskrá fyrir skólavistun, leikskóla, mat í leikskólum og skólamat í grunnskólum frá og með 1. janúar 2015.

Gjald fyrir skólavistun og leikskóla hækkar um 2,7% og matargjaldið hækkar um 3,4%. Gjaldskrárnar verða aðgengilegar á heimasíðu Árborgar um áramót.

 

Jólakveðja

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Bestu þakkir fyrir ánægjulegt samstarf á liðnu ári.

Megi komandi ár verða farsælt og gjöfult í leik og starfi.

Hafið það gott um jól og áramót.

Jólakveðja

Starfsfólk Jötunheima.

 

2.janúar 2015- Leikskólinn er lokaður vegna starfsdags

Leikskólinn verður lokaður 2.janúar vegna starfsdags kennara. Sjáumst hress og kát 5 janúar

Jólaball

Í dag var jólaball Jötunheima.

20141218_132010 20141218_132118 20141218_132210 20141218_132219 20141218_135254 20141218_141941 20141218_142124 20141218_142156

Foreldrakaffi

Í dag var foreldrakaffi hjá okkur í Jötunheimum frá 14-15:30. Öll börnin á leikskólanum höfðu bakað nokkrar sortir sem þau buðu foreldrum sínum uppá á sameiginlegu hlaðborði inní salnum okkar. Ofsalega góð mæting og notarleg stund.

20141210_130427 20141210_130445 20141210_140646 20141210_140656 20141210_141204 20141210_141208 20141210_142651 20141210_142654 20141210_143156 20141210_143159 20141210_143202

Jólaglugginn 10.desember 2014

Við í Jötunheimum opnuðum jólagluggann 10.desember 2014. Við fengum stafin L. Það voru elstu börnin sem sáu um að hanna og búa til gluggann í ár.

20141210_114910 20141210_114928

Rauður dagur – rauð jólasöngstund í salnum

Í tilefni rauða dagsins í dag var sameiginleg jólasöngstund í salnum. Hver deild var búin að velja sitt jólalag til að syngja í salnum og Ingibjörg spilaði undir á gítar. Ofsalega skemmtilegt.

20141210_092627 20141210_092700

Leiksýning

Í dag fengum við góðan gest til okkar í leikskólann. Foreldrafélagið bauð upp á leiksýninguna Grýla og jólasveinarnir. Við höfðum ofsalega gaman af þessari sýningu því hún er svo lifandi og skemmtileg. Grýla og jólasveinarnir Grýla og jólasveinarnir Grýla og jólasveinarnir

Föstudaginn 21. nóvember kom Dagbjört Ásgeirsdóttir leikskólakennari og rithöfundur í heimsókn til okkar og las fyrir börnin á eldri deildum leikskólans, úr bókinni sinni Gummi fer í fjallgöngu. Börnin hlustuðu af mikilli athygli og höfðu gaman af.

 

Kveikt á jólatrénu á Jólatorginu á Selfossi laugardaginn 22. nóvember kl. 16:00

Kæru foreldrar

Kveikt verður á jólatrénu á jólatorginu 22. nóvember kl:16:00.  Jólatorgið er í Sigtúnsgarði beint á móti Ölfusárbrú.

Börn í leikskólum Árborgar eiga kost á að taka þátt með því að koma upp á svið, telja niður áður en kveikt er á jólatrénu og syngja svo nokkur lög saman í kór.  Börnin sem ætla að taka þátt verða að vera komin rétt fyrir klukkan 16:00.

Hún Guðný Birgisdóttir frá leikskólanum Álfheimum mun stýra kórnum og tekur á móti börnunum á Jólatorginu. Henni til aðstoðar verður síðan Birgir Hartmannsson sem spilar á harmonikku.

Lögin sem verða sunginn á torginu eru :

  • Ég sá mömmu kyssa jólasvein
  • Jólasveinar einn og átta.
  • Jólasveinar ganga um gólf
  • Í skóginum stóð kofi einn
  • Adam átti syni sjö
  • Höfuð herðar hné á tær.

 

Vonandi sjáið þið ykkur fært að mæta með börnunum ykkar en það skal tekið fram að það er algjörlega ykkar ákvörðun hvort að barnið ykkar taki þátt eða ekki.

 

Leikskólar Árborgar og Menningar- og frístundsvið