Fréttir

Læsisstefna Árborgar – Læsi til lífs og leiks

Læsisstefna Árborgar var gefin út á Fræðsludegi Árborgar, 21. ágúst síðast liðinn. Læsisstefnan ber heitið Læsi til lífs og leiks, er ein af undirstefnum Menntastefnu Árborgar og gildir til ársins 2030. Stefnan byggir á: Gildandi aðalnámskrám leik- og grunnskóla Þemahefti frístundaheimila Barnasáttmála Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Læsisstefnan er afrakstur þverfaglegrar vinnu fulltrúa leik- og grunnskóla, frístundastofnana og

Læsisstefna Árborgar – Læsi til lífs og leiks Read More »

Ritrýnd fræðigrein um þróunarverkefni leikskólanna í Árborg

Á síðasta skólaári tóku leikskólarnir í Árborg þátt í þróunarverkefni sem styrkt var af Sprotasjóði og fjallaði um félags- og tilfinningahæfni barna. Tveir rannsakendur frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands komu að þróunarverkefninu og tóku þeir meðal annars rýnihópaviðtöl í upphafi og lok þróunarverkefnisins. Félags- og tilfinningahæfni barna er mikilvægur þáttur í menntun leikskólabarna og undirstaða frekara

Ritrýnd fræðigrein um þróunarverkefni leikskólanna í Árborg Read More »

Samfélagslöggan í heimsókn

Föstudaginn 25. október fengum við góða heimsókn í leikskólann okkar. Hingað komu tvær lögreglukonur ásamt honum Lúlla löggubangsa. Við fengum að hlusta á söguna um hann Lúlla og lærðum mikið af henni og má þar nefna umferðareglurnar, samfélagsreglur og hvert hlutverk lögreglunnar og annarra viðbragðsaðila er. Börn fædd 2021 – 2023 fengu fræðslu um notkun

Samfélagslöggan í heimsókn Read More »

Farsæl börn í leikskóla

Síðasta skólaár tók leikskólinn Jötunheimar, ásamt hinum leikskólum Árborgar, þátt í þróunarverkefni sem styrkt var að Sprotasjóði. Markmið verkefnisins er þríþætt og tengist innleiðingu ákvæða laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021 með áherslu á grunnþjónustu leikskóla í stigskiptri farsældarþjónustu. Vinna að því að byggja upp farsælt samstarf milli foreldra og starfsfólks

Farsæl börn í leikskóla Read More »

Sumarkveðja

Leikskólinn Jötunheimar er lokaður frá og með klukkan 13:00 3. júlí og opum við aftur fimmtudaginn 8. ágúst kl. 13. Um leið og við þökkum fyrir samveruna og samstarfið á skólaárinu sem er að líða óskum við ykkur góðra stunda og samveru í sumarfríinu. Njótið sumarsins kæru foreldrar og börn Sumarkveðja, Starfsfólk Jötunheima.

Sumarkveðja Read More »

Uppeldisnámskeið fyrir verðandi foreldra í Jötunheimum  

Dagana 19. og 20. júní voru haldin uppeldisnámskeið hér í Jötunheimum sem hluti af þróunarverkefni skólaþjónustu Árborgar. Markmið verkefnisins er að skapa vettvang fyrir fræðslu til foreldra við upphaf leikskólagöngu barnanna hér í Jötunheimum og því fyrsti dagur aðlögunar hugsaður sem viðvera á uppeldisnámskeiðinu án barna.  Námskeiðið var haldið fyrir foreldra barna sem eru fædd

Uppeldisnámskeið fyrir verðandi foreldra í Jötunheimum   Read More »

Sumarhátíð 2024

Sumarhátíð leikskólans var haldin hér í Jötunheimum 14. júní síðast liðinn í dásamlegu veðri.   Ýmislegt var hægt að gera fást við og upplifa á hátíðinni, meðal annars kom slökkvibíll frá BÁ og slöngubátur, fjórhjól og björgunarsveitarbíll frá Björgunarsveitinni Björg.   Íþróttaálfurinn og Solla stirða komu í heimsókn, það vakti mikila lukku og dönsuðu og sungu

Sumarhátíð 2024 Read More »