Fréttir

Sumarlokun Jötunheima

Um leið og við þökkum fyrir samveruna og samstarfið á skólaárinu sem er að líða óskum við ykkur góðra stunda og samveru í sumarfríinu. Þetta skólaár hefur kennt okkur margt og búum við að þeirri reynslu en við erum jafnframt spennt að geta hafið nýtt skólaár á hefðbundinn hátt. Leikskólinn Jötunheimar er lokaður frá og …

Sumarlokun Jötunheima Read More »

Gjafir frá foreldrafélagi Jötunheima

Í dag, 24. júní,  kom foreldrafélag Jötunheima færandi hendi með gjafir handa leikskólanum. Foreldrafélagið gáfu okkur segulkubba sem er góð viðbót við segulkubbana sem við eigum nú þegar og gáfu þau okkur einnig Playmo123; flugvélar, dýralest og flugrútu. Við þökkum foreldrafélagi Jötunheima kærlega fyrir góðar gjafir sem munu nýtast okkur í leik og starfi hér …

Gjafir frá foreldrafélagi Jötunheima Read More »

Sumarhátíð Jötunheima

16. júní síðastliðinn var haldin sumarhátíð hér í Jötunheimum. Foreldrafélag Jötunheima bauð upp á sýningu frá BMX brós og sátu börnin heilluð og fylgdust vel með á meðan þeir sýndu listir sínar á hjólunum. Einnig fengum við heimsókn frá Björgunarsveitinni Björg sem var með tvo björgunarsveitabíla og sexhjól til sýnis. Boðið var upp á andlitsmálningu, …

Sumarhátíð Jötunheima Read More »

Skipulagsdagur 9. október 2020

Leikskólinn verður lokaður föstudaginn 9. október vegna skipulagsdags. Fyrirhugað var að halda haustþing 8. deildar Félags Leikskólakennara þennan dag en vegna heimsfaraldurs Covid-19 var ákveðið að hætta við það. Í staðinn verður skipulagsdagur hér í leikskólanum frá 8:00 til 16:oo.

Röskun á skólahaldi og íþróttastarfi í Árborg vegna vegna aftakaveðurs

Þar sem ríkislögreglustjóri hefur líst yfir óvissustigi á landinu vegna spár um aftakaveður eru íbúar Árborgarar vinsamlegast beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum í fjölmiðlum og vera í góðu sambandi við starfsfólk leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila vegna mögulegrar röskunar á starfsemi skólanna þegar líður á daginn. Við reiknum með að skólahald grunnskóla geti verið …

Röskun á skólahaldi og íþróttastarfi í Árborg vegna vegna aftakaveðurs Read More »

Sumarfrí 2019

Sumarfrí leikskólans er frá 4. júlí -7. ágúst 2019. Starfsdagur kennara verður fimmtudaginn 8.ágúst  og opnum við því föstudaginn 9. ágúst 2019. Hér er tengill að læsisdagatali Menntamálastofnunar sem er skemmtileg leið til að halda börnum að bókum og hvetja til lestrar í sumarfríinu https://mms.is/sites/mms.is/files/sumarlaesisdagatal2019_loka.pdf  og hér er óútfyllt læsisdagatal https://mms.is/sites/mms.is/files/sumarlestur_isl_notext_2019.pdf Hafið það sem allra best. Kveðja, starfsfólk Jötunheima

Gönguhópurinn Gustur – Fimmvörðuháls 15.júní 2019

Leikskólinn Jötunheimar er eins og margir vita Heilsueflandi leikskóli.  Starfsfólkið verður sífellt meðvitaðra um mikilvægi þess að rækta líkama og sál og einn liður í því er stofnun gönguhóps.  Hópurinn heitir Gustur og hefur verið duglegur að fara í göngur bæði innan sveitarfélagsins sem utan. Hér eru dæmi um nokkrar göngur: Heilsustígurinn í Hveragerði, Laugardælahringurinn, …

Gönguhópurinn Gustur – Fimmvörðuháls 15.júní 2019 Read More »

Leikskólinn Jötunheimar auglýsir eftir aðstoðarleikskólastjóra

Leikskólinn Jötunheimar auglýsir eftir aðstoðarleikskólastjóra frá og með 1. júní 2019 eða eftir nánara samkomulagi. Helstu verkefni  Vinnur ásamt leikskólastjóra að daglegri stjórnun og rekstri leikskólans sem og skipulagningu uppeldisstarfsins.   Er staðgengill í fjarveru leikskólastjóra og starfar þá samkvæmt starfslýsingu hans.  Er faglegur leiðtogi og ber að kynna sér nýjungar í starfi og miðla þekkingu …

Leikskólinn Jötunheimar auglýsir eftir aðstoðarleikskólastjóra Read More »

112 dagurinn

Í dag, 11.2 er 112 dagurinn haldinn hátíðlegur um allt land og hjá okkur í Jötunheimum. Við á eldri deildunum heimsóttum Brunavarnir Árnessýslu. Þar fengum við stutta kynningu á starfsemi slökkviliðsins auk umræðu um neyðarnúmerið 112, eldvarnir heimilisins og mikilvægi reykskynjara. Að því loknu skoðuðum við okkur um í bílasalnum en auk Brunavarna Árnessýslu voru Sjúkraflutningar …

112 dagurinn Read More »