Fréttir

Dagur leikskólans, 6. febrúar 2018

Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur hér í Jötunheimum þriðjudaginn 6. febrúar 2018. Þetta er í 11. skipti sem haldið er upp á dag leikskólans en 6. febrúar árið 1950 stofnuð frumkvöðlar leikskólakennara sín fyrstu samtök. Af því tilefni verður opið hús í leikskólanum Jötunheimum frá klukkan 9:30-11:30 og 13:00-15:00. Í salnum ætlum við að vera með …

Dagur leikskólans, 6. febrúar 2018 Read More »

Jólakveðja 2017

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Bestu þakkir fyrir ánægjulegt samstarf á liðnu ári. Megi komandi ár verða farsælt og gjöfult í leik og starfi. Hafið það gott um jól og áramót. Jólakveðja Starfsfólk Jötunheima

Jólaball 2017

Á morgun verða litlu jólin hjá okkur í Jötunheimum. Í hádegismat fáum við jólamat að borða og jólaböllin byrja síðan klukkan 13:15 hjá eldri deildunum og 14:15 hjá yngri deildunum.

Gjaldskrárbreytingar

Kæru foreldrar/forráðamenn Á 41. fundi bæjarstjórnar, 13. desember 2017, var samþykkt að breyta gjaldskrá fyrir leikskóla, mat í leikskólum, skólavistun og skólamat í grunnskólum frá og með 1. janúar 2018. Gjaldskráin verður aðgengileg á heimasíðu Árborgar, heimasíðu leikskólans og í forstofum leikskólans um áramót. Við viljum einnig minna á að ef foreldrar/forráðamenn óski eftir að …

Gjaldskrárbreytingar Read More »

Heilsueflandi leikskóli

Sæl öll, við í Jötunheimum erum nú formlega orðin þátttakendur í verkefninu um Heilsueflandi leikskóla. Heilsueflandi leikskóla á vegum Embættis landlæknis er ætlað að styðja leikskóla í að vinna markvisst að heilsueflingu og gera hana að hluta af daglegu starfi leikskólans. Í Aðalnámskrá leikskóla frá 2011 eru heilbrigði og velferð skilgreind sem einn af sex grunnþáttum menntunar sem leikskólar …

Heilsueflandi leikskóli Read More »

Endurskoðun skólastefnu Sveitarfélagsins Árborgar

Stýrihópur er nú að vinna að endurskoðun skólastefnu Sveitar­félagsins Árborgar. Mikilvægur hluti þeirrar vinnu er að fá hugmyndir frá sem flestum úr skólasamfélaginu. Þegar hefur læsisstefna verið gefin út sem er mikilvægur hluti skólastefnunnar, hugarflugsfundurvar haldinn með nemendum síðastliðið vor og ábendingavefur hefur verið opnaður á heimasíðu Árborgar. Næsti hugarflugsfundur verður haldinn í Sunnulækjarskóla miðviku­daginn 22. nóvember 2017 kl. 17:30-19:30. …

Endurskoðun skólastefnu Sveitarfélagsins Árborgar Read More »

Skoppa og Skrítla

Í morgun komu Skoppa og Skrítla til okkar í boði foreldrafélagsins. Þær mættu hingað með glens, grín og ótrúlega flotta sýningu sem börnin fengu að vera þátttakendur í. Börnin voru ótrúlega ánægð með sýninguna og sérstaklega í lokin þegar hver deild fékk að taka mynd af sér með þeim. Hér eru nokkrar myndir og viljum við …

Skoppa og Skrítla Read More »

Jötunheimar fékk tvö hjól í gjöf

Í dag fengum við tvö ofsalega skemmtileg hjól að gjöf frá foreldrum Benedikts Jóns á Fagurgerði en hann er að útskrifast úr leikskólanum í vor.  Annað hjólið er ætlað yngri börnunum og hitt er ætlað þeim eldri.   Við þökkum Baldri Má og Jill kærlega fyrir góðar gjafir.

Gjöf frá foreldrafélaginu

Körfuknattleiksdeild FSU færði okkur fjóra körfubolta að gjöf fyrr í vetur. Foreldrafélagið okkur kom síðan færandi hendi og gaf okkur körfuboltaspjald. Það hefur strax sýnt sig að mikill áhugi er á körfuboltanum og má því segja að þetta hafi slegið í gegn. Við þökkum fyrir góðar gjafir.