Júlíana Tyrfingsdóttir

Sirkus Íslands

Í morgun kom Sirkus Íslands til okkar í boði foreldrafélagsins. Tveir hressir sirkuslistamenn mættu hingað með glens, grín og ótrúlega flott sirkusbrögð. Börnin voru ótrúlega ánægð með sýninguna. Hér eru nokkrar myndir frá sýningunni.  

Leikskólinn Jötunheimar auglýsir eftirfarandi stöður lausar til umsóknar

Sérkennslustjóri Leikskólinn Jötunheimar auglýsir eftir sérkennslustjóra í 80% starfshlutfall frá og með 4. ágúst 2016.  Leitað er að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi sem er fær um að taka að sér umsjón með sérkennslu, stjórnunarlega ábyrgð og þátttöku í stjórnunarteymi. Meginverkefni: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra, öðrum lögum er við eiga, …

Leikskólinn Jötunheimar auglýsir eftirfarandi stöður lausar til umsóknar Read More »

Orðaskil – málþroskapróf

Á haustmánuðum 2015 var tekin sú ákvörðun, á samstarfsfundi starfsfólks skólaþjónustu og leikskólastjóra, að á árinu 2016 yrði skimunartækjum í leikskólum  Árborgar fjölgað með því að taka í  notkun málþroskaprófið Orðaskil. Höfundur þess er  Elín Þöll Þórðardóttir, talmeina­fræðingur.  Málþroska­­prófið byggir á orðaforðagátlista fyrir börn á aldrinum eins og hálfs til þriggja ára. Prófinu er ætlað …

Orðaskil – málþroskapróf Read More »

Heilsugæslan á Selfossi vill minna foreldra á að panta tíma í þroskaskimun 2 ½ árs og 4 ára barna.

Ágætu foreldrar/forráðamenn 2 ½ árs og 4 ára barna Heilsugæslan á Selfossi vill minna ykkur á að panta tíma fyrir börnin ykkar í þroskaskimun. Í þessum skoðunum er lagt mat á vöxt og þroska barnsins og jafnframt er það sjónprófað og bólusett í 4 ára skoðuninni samkvæmt tilmælum embættis landlæknis. Æskilegt er að barnið komi …

Heilsugæslan á Selfossi vill minna foreldra á að panta tíma í þroskaskimun 2 ½ árs og 4 ára barna. Read More »

Sérdeild Suðurlands (Setrið) fékk menntaverðlaun Suðurlands 2015

Fimmtudaginn 14. janúar 2016 var haldinn hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands. Þar voru m.a. veitt menntaverðlaun Suðurlands sem SASS stendur fyrir. Gunnar Þorgeirsson, formaður SASS, flutti ávarp og forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Kristínu Björk Jóhannsdóttur, deildarstjóra, verðlaunin. Kristín ávarpaði því næst samkomuna og þakkarorð hennar fengu góðar viðtökur. Sérdeild …

Sérdeild Suðurlands (Setrið) fékk menntaverðlaun Suðurlands 2015 Read More »

Bílastæði í Jötunheimum

Tekin hefur verið ákvörðun um að skilti sem merkja bílastæði fyrir fatlaða fyrir miðju hússins verði tekin. Þessi stæði verða skammtímastæði sem foreldrar geta notað þegar þeir koma með og sækja börn sín. Einnig verða þau notuð til vörumóttöku.