Fyrirlestur fyrir foreldra í Jötunheimum þriðjudaginn 17.nóvember kl.8:10


Fyrirlestur um kennsluefnið Lubbi finnur málbein

 Fyrirlesturinn verður haldinn í salnum í Jötunheimum þriðjudaginn 17.nóvember kl. 8:10.

Í fyrirlestrinum verður læsi í skólastarfi Jötunheima kynnt en þar er unnið með kennsluefni sem byggt er á bókinni Lubbi finnur málbein, íslensku málhljóðin sýnd og sungin, sem er eftir þær Eyrúnu Ísfold Gísladóttur og Þóru Másdóttur.

Kennsluefnið gengur út á að börnin kenna íslenska fjarhundinum Lubba að læra öll íslensku málhljóðin með söng og ýmsum öðrum æfingum. Í bókinni eru stuttar sögur sem tengjast hverju hljóði en í henni má finna hljóðið fremst í orði, inni í orði eða aftast í orði. Sögurnar geyma fjölbreyttan orðaforða og hvetja til auðugs málfars. Spurningar í sögulok gefa færi á áhugaverðum samræðum, rökræðum og vangaveltum.

Í bókinni Lubbi finnur málbein er unnið með nám í þrívídd, með því er átt við sjónskyn, heyrnarskyn og hreyfi- og snertiskyn. Þegar unnið er með hljóðnám í þrívídd er verið að æfa börnin í að tileinka sér íslensku málhljóðinn, það brúar bilið milli stafs og hljóðs og að lokum kemur þetta börnum á sporið í lestri og ritun.

Í fyrirlestrinum fá foreldrar tækifæri til að kynna sér aðgengilegt og skemmtilegt efni sem unnið er með í Jötunheimum á lifandi og myndrænan hátt.

Gleðivika 26. – 30. október 2015


Gleðivika

Mánudagur: við ætlum að klæða okkur í druslufötin og fá andlitsmálningu í leikskólanum.

Þriðjudagur: Bangsadagur, allir mega koma með bangsa í leikskólann.

Miðvikudagur: Ball í salnum. Yngri deildir fyrst saman og síðan eldri saman.

Fimmtudagur: skiptideildadagur. Fossmúli og Sunnuhvoll munu skipta um deild, Aðalból og Sólbakki, Merkiland og Fagurgerði.

Föstudagur: Rugldagur, við getum t.d. komið í “rugluðum” fötum í leikskólann, buxur, peysur, sokkar á röngunni eða hvað sem ykkur dettur í hug.

Bleikur dagur í Jötunheimum


bleika_slaufan_2015_heimasida_crop_FotorOktóber er mánuður Bleiku slaufunnar og árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Í Jötunheimum verður bleikur dagur föstudaginn 16. október . Gaman væri að sjá sem flesta í einverju bleiku eða með eitthvað bleikt. Þennan dag verður einnig sameiginleg söngstund í sal klukkan 9:15.

Leikskólinn lokar kl. 12, 19.júní.


Samkvæmt bókun á fundi bæjarráðs Árborgar þann 21. maí síðast liðin mun leikskólinn Jötunheimar loka klukkan 12:00, 19. júní vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna.

Leikskólastjóri

Starfsmannafundur 24.febrúar 8-12- Leikskólinn lokaður


Leikskólinn verður lokaður milli 8 og 12, 24.febrúar. Þá er starfsmannafundur. Opnum aftur klukkan 12 og þá verður boðið uppá hádegismat.

2.janúar – Starfsdagur -Lokað


Leikskólinn verður lokaður 2.janúar vegna starfsdags kennara. Sjáumst hress og kát 5 janúar

2.janúar 2015- Leikskólinn er lokaður vegna starfsdags


Leikskólinn verður lokaður 2.janúar vegna starfsdags kennara. Sjáumst hress og kát 5 janúar

Lokað vegna Haustþings starfsmanna


Föstudaginn, 3. október, verður leikskólinn Jötunheimar lokaður vegna Haustþings starfsmanna.

Dagur læsis


Í dag 8. september er dagur læsis.

Grænn dagur


miðvikudaginn 28, maí er grænn dagur hjá okkur í leikskólanum, gaman væru ef börnin kæmi með eða væru í einhverju grænu. Sama dag er líka sameiginleg söngstund í salnum.