Atburðir

Útskriftarferð

Hin árlega útskriftarferð elstu barna verður fimmtudaginn 22. maí. Lagt verður af stað frá leikskólanum klukkan 9 og er áætluð heimkoma milli 15:30 og 16:00.

Útskrift

Útskrift elstu barnanna verður að þessu sinni haldin í Sunnuklækjarskóla, í fjallasalnum, þriðjudaginn 13. maí klukkan 16:30.

Maxímús Músíkús

Þann 23. Apríl kl. 11.15 er tveimur elstu árgöngum leikskólans boðið að koma í Íþróttahús Vallaskóla og hlusta á tónsöguna Maxímús Músíkús kætist í kór.  Það er Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt músinni skemmtilegu Maxímús Músíkús og sögumanni sem flytja.  Það er Menningarráð Suðurlands sem stendur fyrir þessu og kunnum við því bestu þakkir fyrir. 

Vorskóli í Vallaskóla

Börn fædd 2008 sem hafa verið innrituð í Vallaskóla komandi haust fara í vorskóla í Vallaskóla 8. og 9. apríl næstkomandi. Báða dagana eru þau frá 13:20 til 15:20. Börnin fá nesti með sér frá leikskólanum. Leikskólakennarar fylgja þeim í skólann og eru með þeim allan tímann.

Vorskóli í Sunnulækjarskóla

Börn fædd 2008 sem hafa verið innrituð í Sunnulækjarskóla komandi haust fara í vorskóla í Sunnulækjarskóla 31. mars og 1. apríl næstkomandi. Báða dagana eru þau frá 13:20 til 15:20. Börnin fá nesti með sér frá leikskólanum. Leikskólakennarar fylgja þeim í skólann og eru með þeim allan tímann.  

Leiksýning

  Foreldrafélagið býður börnunum upp á leiksýninguna Ástarsaga úr fjöllunum í uppfærlsu Möguleikhúsins, þriðjudaginn 25. mars klukkan 10:30.

Ömmu og afa kaffi

 19. mars er ömmu og afa kaffi hjá okkur hér á Jötunheimum og bjóðum við þá ömmum og öfum í heimsókn til okkar milli klukkan 9:00 og 11:00.