Fréttir

Sumarfrí 2019

Sumarfrí leikskólans er frá 4. júlí -7. ágúst 2019. Starfsdagur kennara verður fimmtudaginn 8.ágúst  og opnum við því föstudaginn 9. ágúst 2019. Hér er tengill að læsisdagatali Menntamálastofnunar sem er skemmtileg leið til að halda börnum að bókum og hvetja til lestrar í sumarfríinu https://mms.is/sites/mms.is/files/sumarlaesisdagatal2019_loka.pdf  og hér er óútfyllt læsisdagatal https://mms.is/sites/mms.is/files/sumarlestur_isl_notext_2019.pdf Hafið það sem allra best. Kveðja, starfsfólk Jötunheima

Gönguhópurinn Gustur – Fimmvörðuháls 15.júní 2019

Leikskólinn Jötunheimar er eins og margir vita Heilsueflandi leikskóli.  Starfsfólkið verður sífellt meðvitaðra um mikilvægi þess að rækta líkama og sál og einn liður í því er stofnun gönguhóps.  Hópurinn heitir Gustur og hefur verið duglegur að fara í göngur bæði innan sveitarfélagsins sem utan. Hér eru dæmi um nokkrar göngur: Heilsustígurinn í Hveragerði, Laugardælahringurinn, …

Gönguhópurinn Gustur – Fimmvörðuháls 15.júní 2019 Read More »

Leikskólinn Jötunheimar auglýsir eftir aðstoðarleikskólastjóra

Leikskólinn Jötunheimar auglýsir eftir aðstoðarleikskólastjóra frá og með 1. júní 2019 eða eftir nánara samkomulagi. Helstu verkefni  Vinnur ásamt leikskólastjóra að daglegri stjórnun og rekstri leikskólans sem og skipulagningu uppeldisstarfsins.   Er staðgengill í fjarveru leikskólastjóra og starfar þá samkvæmt starfslýsingu hans.  Er faglegur leiðtogi og ber að kynna sér nýjungar í starfi og miðla þekkingu …

Leikskólinn Jötunheimar auglýsir eftir aðstoðarleikskólastjóra Read More »

112 dagurinn

Í dag, 11.2 er 112 dagurinn haldinn hátíðlegur um allt land og hjá okkur í Jötunheimum. Við á eldri deildunum heimsóttum Brunavarnir Árnessýslu. Þar fengum við stutta kynningu á starfsemi slökkviliðsins auk umræðu um neyðarnúmerið 112, eldvarnir heimilisins og mikilvægi reykskynjara. Að því loknu skoðuðum við okkur um í bílasalnum en auk Brunavarna Árnessýslu voru Sjúkraflutningar …

112 dagurinn Read More »

Dagur leikskólans

Komið öll blessuð og sæl Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins miðvikudaginn 6. febrúar. Þetta er í tólfta skipti sem haldið er upp á daginn en 6. febrúar er merkilegur dagur í leikskólasögu þjóðarinnar því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Tilgangur Dags leikskólans er að vekja athygli …

Dagur leikskólans Read More »

Gjaldskrárbreytingar 1.janúar 2019

Kæru foreldrar/forráðamenn Á 7. fundi bæjarstjórnar, 12. desember 2018, var samþykkt að hækka gjaldskrá fyrir leikskóla í Árborg 2019 um 3,6% frá og með 1. janúar 2019. Gjaldskráin verður aðgengileg á heimasíðu Árborgar, heimasíðu leikskólans og í forstofum leikskólans um áramót. Við viljum einnig minna á að ef foreldrar/forráðamenn óski eftir að breyta dvalartíma og …

Gjaldskrárbreytingar 1.janúar 2019 Read More »

Kvennafrí 24. október 2018 kl.14:55

Kæru foreldrar og fjölskyldur Jötunheimar verða lokaðir miðvikudaginn 24. október 2018 frá kl. 14:55. Hér fyrir neðan eru frekari upplýsingar.   KVENNAFRÍ 2018 – KVENNAVERKFALL Miðvikudaginn 24. október 2018, eru konur hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:55, mæta á samstöðufundi og/eða taka þátt á táknræna hátt í samstöðu undir kjörorðinu: Breytum ekki konum, …

Kvennafrí 24. október 2018 kl.14:55 Read More »

Leikskólinn Jötunheimar auglýsir lausa stöðu matráðs/matreiðslumanns.

Leikskólinn Jötunheimar auglýsir lausa stöðu matráðs/matreiðslumanns í 100% starf. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem getur hafið störf sem fyrst.  Helstu verkefni: Hefur yfirumsjón með eldhúsi og starfar samkvæmt starfslýsingu matráðs í leikskólanum Sér um innkaup og gerð matseðla Fer eftir fjárhagsáætlun hvað varðar matarinnkaup Hefur næringu og hollustu í huga í allri matseld Sækir …

Leikskólinn Jötunheimar auglýsir lausa stöðu matráðs/matreiðslumanns. Read More »