Heimsókn skólastjórnenda og starfsfólks fræðslusviðs Reykjanesbæjar föstudaginn 24.okt 2014

Föstudaginn, 24.október 2014, fáum við í Jötunheimum góða heimsókn. Skólastjórnendur og starfsfólk fræðslusviðs Reykjanesbæjar ætla að koma og skoða skólastarf í sveitarfélaginu Árborg. Þau munu skipta sér í tvo hópa. Annar hópurinn heimsækir Sunnulækjarskóla og hinn hópurinn kemur hingað til okkar í Jötunheimum.

Móttakan hefst 13:15 og stendur til 14:40. Í salnum í Jötunheimum mun fara fram kynning á starfi Jötunheima sem og starfi annarra leikskóla í sveitarfélaginu í tengslum við annað kynningarefni sem verður á boðstólnum.

Við bjóðum hópinn hjartanlega velkominn 🙂

Fræðsluerindi í Jötunheimum á vegum SAFT, 22okt kl.8:10

SAFT verður með stutt fræðsluerindi í

Jötunheimum miðvikudaginn 22.október kl 8:10

 

Í fræðsluerindinu varður farið yfir netnotkun ungra barna og ýmis heilræði gefin um jákvæða og örugganetnotkun og rafrænt uppeldi.

Fjallað verður um:

 • PEGI flokkunarkerfið sem segir til um hvaða  aldri innihald leikja hæfir og efnisvísa þeirra.
 • Farið verður yfir öryggisstillingar á youtube og google, öryggisforrit og síur (parental control í appstore og playstore).
 • Hvað ber að gera ef börnin okkar lenda í
 • óæskilegum samskiptum eða finna óviðeigandi  efni á netinu.
 • Æskilegan skjátíma.
 • Farið verður yfir niðurstöður úr nýjustu SAFT  rannsókninni 2013.
 • Einnig verður bent á þroskandi leiki og forrit  fyrir ung börn.

Hvetjum sem flesta til að mæta!!!

FORELDRANÁMSKEIÐ: UPPELDI SEM VIRKAR—FÆRNI TIL FRAMTÍÐAR

FORELDRANÁMSKEIÐ: UPPELDI SEM VIRKAR—FÆRNI TIL FRAMTÍÐAR

verður haldið nú í nóvember í Ráðhúsi Árborgar. Námskeiðið verður haldið vikulega í fjögur skipti, frá kl. 13 – 15 á mánudögum og hefst 3. nóvember. Leiðbeinandi verður Sólveig Norðfjörð sálfræðingur skólaþjónustu Árborgar. Námskeiðið er hugsað fyrir foreldra barna á aldrinum 0-6 ára, með áherslu á að kenna foreldrum leiðir til að skapa góð uppeldisskilyrði og kenna barninu færni sem líkleg er til að nýtast því til frambúðar. Kenndar verða aðferðir til að styrkja hæfni foreldra í að laða fram æskilega hegðun og fyrirbyggja erfiðleika.

auglýsing

 

Um loftgæði og viðbrögð í Jötunheimum

Leiðbeiningar fyrir leik- og grunnskóla

Almannavarnir, Umhverfisstofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga og Sóttvarnalæknir hafa fengið nokkuð af fyrirspurnum frá leik- og grunnskólum um hvar upplýsingar megi finna varðandi gosmengunina. Almannavarnir gefa út tilkynningar þegar háir mengunartoppar ganga yfir og nauðsynlegt er að fólk haldi sig inni og loki gluggum. Athugið að mengunartoppar ganga jafnan hratt fyrir. Það breytir ekki því að gosmengun getur legið í loftinu í lægri styrk og við höfum því hvatt fólk til að treysta á eigin skynfæri og skynsemi. Ef fullorðnir finna fyrir einkennum og óþægindum og líður betur inni gildir það sama um börnin. Engin ástæða er til að ætla að SO2 mengun sé hættilegri börnum en fullorðnum, að mati Sóttvarnalæknis.

Á heimasíðum Umhverfisstofnunar og embættis Landlæknis er sérstakur borði merktur gosmenguninni og þar má nálgast allar almennar upplýsingar. Þar er til dæmis gagnlegt að skoða töfluna sem sýnir rétt viðbrögð við SO2 mengun. Hún útlistar viðbrögð eftir styrk mengunar og eftir því hvort um heilbrigt fólk sé að ræða eða fólk sem er viðkvæmt. SO2 taflan er aðgengileg hér: http://www.ust.is/einstaklingar/loftgaedi/so2/

Daglegar spár um dreifingu mengunarinnar og loftgæðin má nálgast á vef Veðurstofunnará slóðinni http://www.vedur.is/vedur/spar/textaspar/oskufok/ og styrkur mengunarinnar er mældur og miðlað á vefsíðunni www.loftgæði.is. Þar má sjá punkta og þegar smellt er á þá má sjá mælingu mengunarinnar á þessum stöðum. Ekki eru allir mælar á landinu nettengdir með þessum hætti en virkni þeirra tryggir að viðvaranir eru gefnar út þegar mengunartoppar ganga yfir. Fjölmiðlar gegna veigumiklu hlutverki við miðlum upplýsinga til almennings og því er nauðsynlegt að fylgjast grannt með þeim og fylgja leiðbeiningum almannavarna sem þar koma fram.

Við í Jötunheimum fylgjumst grannt með þeim mælum sem eru næst okkur og metum aðstæður daglega, fyrir og eftir hádegi.

Reykjavík, október 2014.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra

Umhverfisstofnun

Samband íslenskra sveitarfélaga

Sóttvarnalæknir

Leikskólinn Jötunheimar óskar eftir að ráða þroskaþjálfa

Leikskólinn Jötunheimar óskar eftir að ráða þroskaþjálfa í 100% stöðu frá og með 1. nóvember 2014.  Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt í góðu faglegu starfi leikskólans.

Meginverkefni:

 • Að veita barni með sérþarfir stuðning.
 • Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa.
 • Að vinna að gerð einstaklingsnámskrár í samvinnu við deildarstjóra og sérkennslustjóra og fylgja henni eftir.

Menntun og hæfniskröfur:

 • Þroskaþjálfamenntun, leikskólakennaramenntun eða önnur hliðstæð menntun.
 • Sýni jákvæðni, frumkvæði og samstarfsvilja.
 • Góð færni í mannlegum samskiptum.
 • Áhugi og hæfni í starfi með börnum.
 • Góðir skipulagshæfileikar og færni til að tjá sig í ræðu og riti.

Frekari upplýsingar veitir Júlíana Tyrfingsdóttir, sími 480 6372 og áhugasamir geta sent umsóknir á netfangið julianat@arborg.is.

Umsóknarfrestur er til 20. október 2014.

Starfið hentar jafnt körlum sem konum og launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Lokað vegna Haustþings starfsmanna

Föstudaginn, 3. október, verður leikskólinn Jötunheimar lokaður vegna Haustþings starfsmanna.

Lokað vegna Haustþings kennara

Föstudaginn, 3. október, verður leikskólinn Jötunheimar lokaður vegna Haustþings starfsmanna.

Viðbragðsáætlun vegna gosmengunar

Birt hefur á heimasíðu Jötunheima undir Hagnýtar upplýsingar dreifibréf frá Umhverfisstofnun þar sem ráðleggir og viðbrögð koma fram ef líkur eru á gosmengun frá eldgosum. Leikskólinn Jötunheima mun fara eftir þeim ráðleggingum sem þar kemur fram.

Hér er hægt að lesa dreifibréfið sem var jafnframt borið í öll hús

Dreifibréf vegna loftmengunar

Dagur læsis

Í dag 8. september er dagur læsis.

Kiddý lætur af störfum

Í dag, 1.september, lét Kiddý aðstoðarleikskólastjóra af störfum eftir langt og farsælt starf í leikskólanum Jötunheimum. Við þökkum henni gott samstarf og óskum henni velfarnaðar í framtíðinni